Niðurstaða á morgun

Ingibjörg Sólrún ræðir við blaðamenn eftir fund með Geir H. …
Ingibjörg Sólrún ræðir við blaðamenn eftir fund með Geir H. Haarde undir kvöld. mbl.is/Golli

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, og Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, áttu annan fund með Geir H. Haarde og öðrum forustumönnum Sjálfstæðisflokksins nú síðdegis.

Fundinum er nú lokið og sagði Ingibjörg að niðurstaða væri ekki fengin og yrði væntanlega ekki ljós fyrr en á morgun.

Ingibjörg Sólrún sagði við blaðamenn í dag, að Samfylkingin gerði kröfur um að það færi fram hreinsun og tiltekt í stjórnkerfinu. Björgvin G. Sigurðsson hefði sýnt fordæmi í morgun með Fjármálaeftirlitið og þá hlyti athyglin að beinast að Seðlabankanum í kjölfarið.

Þá sagði hún að ástæða kynni að vera til að skoða breytingar á verkstjórn innan ríkisstjórninnar en engin skilyrði hefðu verið sett. Hún sagði m.a. að flokkarnir hlytu að gera hreint fyrir sínum dyrum í kosningabaráttunni í vor hver afstaða  þeirra væri til Evrópumála.

Hún sagði, að forsvarsmenn flokkanna hefðu átt ágætt spjall um þær hugmyndir sem uppi eru um breytingar í stjórnkerfinu. Hún sagðist ekki hafa átt viðræður við aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn í dag.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert