Niðurstaða á morgun

Ingibjörg Sólrún ræðir við blaðamenn eftir fund með Geir H. …
Ingibjörg Sólrún ræðir við blaðamenn eftir fund með Geir H. Haarde undir kvöld. mbl.is/Golli

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, og Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, áttu ann­an fund með Geir H. Haar­de og öðrum for­ustu­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins nú síðdeg­is.

Fund­in­um er nú lokið og sagði Ingi­björg að niðurstaða væri ekki feng­in og yrði vænt­an­lega ekki ljós fyrr en á morg­un.

Ingi­björg Sól­rún sagði við blaðamenn í dag, að Sam­fylk­ing­in gerði kröf­ur um að það færi fram hreins­un og til­tekt í stjórn­kerf­inu. Björg­vin G. Sig­urðsson hefði sýnt for­dæmi í morg­un með Fjár­mála­eft­ir­litið og þá hlyti at­hygl­in að bein­ast að Seðlabank­an­um í kjöl­farið.

Þá sagði hún að ástæða kynni að vera til að skoða breyt­ing­ar á verk­stjórn inn­an rík­is­stjórn­inn­ar en eng­in skil­yrði hefðu verið sett. Hún sagði m.a. að flokk­arn­ir hlytu að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um í kosn­inga­bar­átt­unni í vor hver afstaða  þeirra væri til Evr­ópu­mála.

Hún sagði, að for­svars­menn flokk­anna hefðu átt ágætt spjall um þær hug­mynd­ir sem uppi eru um breyt­ing­ar í stjórn­kerf­inu. Hún sagðist ekki hafa átt viðræður við aðra flokka en Sjálf­stæðis­flokk­inn í dag.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert