Samfylkingin hefur náð frumkvæði

Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar
Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar

Skúli Helga­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að með af­sögn Björg­vins G. Sig­urðsson­ar úr embætti viðskiptaráðherra hafi Sam­fylk­ing­in náð frum­kvæði við stjórn lands­ins og sýnt að hún skil­ur að til að hægt verði að koma end­ur­reisn sam­fé­lags­ins á skrið þarf að end­ur­nýja traust milli þjóðar og stjórn­valda.

„Það er ljóst að veru­leg­ar breyt­ing­ar þurfa að verða á stjórn lands­ins svo slá megi striki aft­an við það tíma­bil sem ein­kennt hef­ur und­an­farna 100 daga eft­ir fall banka­hruns­ins.  Sam­fylk­ing­in hef­ur á þess­um tíma lagt þunga áherslu á til­tekt í stjórn­kerf­inu, mark­viss­ar aðgerðir í þágu heim­ila og fyr­ir­tækja, aðgerðir sem lúta að siðferðilegri ábyrgð ráðamanna, og skýr fyr­ir­heit um framtíðina ekki síst af­stöðuna til Evr­ópu­sam­bandsaðild­ar.  Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur ekki mætt þess­um kröf­um sem skyldi en nú verður að láta hend­ur standa fram úr erm­um," seg­ir Skúli.

Hann seg­ir, að Björg­vin hafi með af­sögn sinni og ákvörðun um að hreinsa til í yf­ir­stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins gefið tón­inn fyr­ir þá löngu tíma­bæru hrein­gern­ingu, sem Sam­fylk­ing­in hafi bar­ist fyr­ir inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar und­an­farna mánuði.  „Kraf­an um end­ur­nýj­un í yf­ir­stjórn Seðlabanka Íslands verður nú enn há­vær­ari og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur ekki ann­an kost en að svara því kalli ef hann vill eiga sér viðreisn­ar von. "

Þá seg­ir Skúli, að hvort sem  nú­ver­andi rík­is­stjórn sitji áfram eða önn­ur taki við þurfi að hreinsa til í Seðlabanka Íslands í því skyni að end­ur­vinna traust inn­an­lands og á alþjóðavett­vangi.  Eðli­legt sé að gera breyt­ing­ar á skipt­ingu ráðuneyta milli flokk­anna til að styrkja verk­stjórn­ina á þeim sviðum, sem mestu muni ráða um hag heim­ila og fyr­ir­tækja í land­inu á kom­andi vik­um. 

„Verk­efnið er ögr­andi en það kem­ur ekk­ert annað til greina en að hér verði við völd kraft­mik­il rík­is­stjórn sem kem­ur hlut­um í verk á þeim 100 dög­um sem lifa fram að kosn­ing­um," seg­ir Skúli. „Sam­fylk­ing­in hef­ur mikið verk að vinna á næstu 100 dög­um.  Við mun­um ekki hlaup­ast frá erfiðum verk­um en hitt er morg­un­ljóst að við mun­um ekki bíða leng­ur eft­ir því  að sam­starfs­flokk­ur­inn legg­ist á ár­arn­ar með okk­ur í bráðnauðsyn­leg­um björg­un­araðgerðum."

Grein Skúla Helga­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert