Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segist hallast að því, að atburðir dagsins á sviði stjórnmálanna hafi verið upphafið að kosningabaráttunni og nú sé það í höndum flokkanna að huga að eigin stefnu til framtíðar en ekki semja um, hvað stjórnin eigi að gera í öðru en brýnum afgreiðslumálum fram að kosningum.
„Þau skortir ekki og þau verða ekki leyst með úrslitakostum, sem settir eru til að skapa sér pólitíska stöðu," segir Björn á heimasíðu sinni.
„Björgvin G. Sigurðsson telur sér henta að sækjast eftir endurkjöri utan ríkisstjórnar. Hvað um Samfylkinguna í heild? Spurningin er þessi en ekki, hvaða skilyrði Samfylkingin setur Sjálfstæðisflokknum. Talið um skilyrðin þjónar þeim eina tilgangi að breiða yfir ágreining innan Samfylkingarinnar og það veit framkvæmdastjóri hennar og einnig hitt, að fjölmiðlamenn blekkjast oft af villuljósum."