Geir H. Haarde, forsætisráðherra, er kominn á fund forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum þar sem hann mun biðjast lausnar lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Þeir munu síðan ræða við fjölmiðla að fundi loknum.
Gert er ráð fyrir því að leiðtogar annarra stjórnmálaflokka gangi á fund forseta Íslands síðar í dag og kvöld og að þeim viðræðum loknum taki Ólafur Ragnar ákvörðun um framhaldið.
Geir skýrði frá því í Alþingishúsinu í dag eftir fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, að ákveðið hefði verið að slíta stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.