Minnihlutastjórn besti kosturinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við fréttamenn á Bessastöðum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við fréttamenn á Bessastöðum. mbl.is/Ómar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði eftir fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í kvöld, að minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG með stuðningi Framsóknarflokks, væri væntanlega besti kosturinn í stöðunni. 

Þetta væri þó háð því að þessir tveir flokkar teldu sig geta unnið saman án vandkvæða. Ef ekki væri þjóðstjórn sennilega skásti kosturinn.

Framsóknarflokkurinn bauð í síðustu viku, að hann myndi verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG falli fram að kosningum, sem haldnar yrðu í vor.

Sigmundur Davíð sagði, að Framsóknarflokkurinn væri í endurnýjun og uppbyggingu og þar á bæ litu menn svo á, að flokkurinn ætti ekki að taka þátt í formlegu stjórnarsamstarfi fyrr en hann væri búinn að fara í gegnum kosningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka