Rafmögnuð stemmning á Alþingi

Þingflokksfundur Samfylkingarinnar stendur nú yfir í Alþingishúsinu.
Þingflokksfundur Samfylkingarinnar stendur nú yfir í Alþingishúsinu. mbl.is/Golli

Stemmn­ing­in í Alþing­is­hús­inu er raf­mögnuð en þar fara nú fram þing­flokk­fund­ir bæði Sam­fylk­ing­ar og Sjálf­stæðis­flokks. Fjöldi fjöl­miðlafólks er í hús­inu og fyr­ir utan hafa nokkr­ir mót­mæl­end­ur safn­ast sam­an.

Síðustu daga hafa verið haldn­ir marg­ir bæði form­leg­ir og óform­leg­ir fund­ir. Eng­ar form­leg­ar viðræður eru í gangi milli stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna og Sam­fylk­ing­ar um fram­haldið en for­ystu­menn hafa þó hist og rætt fram­haldið sín í milli. Til­boð VG um þjóðstjórn stend­ur enn og að sama skapi til­boð Fram­sókn­ar um að verja minni­hluta­stjórn VG og Sam­fylk­ing­ar falli. Full­trú­ar þess­ara flokka hafna þó al­farið að nokk­urt sam­komu­lag hafi náðst held­ur hafa óform­leg­ar viðræður aðeins farið fram og án allra skuld­bind­inga. Sam­fylk­ing­in sé enn í stjórn­ar­sam­starfi við Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Ef mynduð yrði þjóðstjórn ætti Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn aðild að henni. Sam­fylk­ing­in og VG gætu að öðrum kosti skipt á milli sín ráðherra­stól­um og hugs­an­lega fengju Fram­sókn og Frjáls­lynd­ir að fara með for­mennsku ákveðinna nefnda þings­ins.

All­ir sem mbl.is hef­ur rætt við leggja hins veg­ar þunga áherslu á að hvernig sem fari þá verði ný rík­is­stjórn að grípa til aðgerða og að kosn­ing­ar þurfi að fara fram eins fljótt og unnt er.

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræddi við blaðamenn fyrir þingflokksfund sjálfstæðismanna.
Bjarni Bene­dikts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, ræddi við blaðamenn fyr­ir þing­flokks­fund sjálf­stæðismanna. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert