Mynd 1 af 55Fjöldi blaða- og fréttamanna beið tíðinda þinghúsinu af þingflokksfundum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.Golli
Mynd 2 af 55Fyrir utan þinghúsið stóðu mótmælendur og létu í sér heyra.Golli
Mynd 3 af 55Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var fámáll þegar hann mætti til þingflokksfundar.Golli
Mynd 4 af 55Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG biðu líkt og blaðamenn eftir fréttum í þinghúsinu.Golli
Mynd 5 af 55Guðjón Arnar kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins í fréttaviðtali. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður stendur álengdar.Golli
Mynd 6 af 55Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins biðu líkt og blaðamenn eftir fréttum í þinghúsinu.Golli
Mynd 7 af 55Þingflokkur Samfylkingarinnar.Golli
Mynd 8 af 55Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins.Golli
Mynd 9 af 55Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar ræddi við fréttamenn að loknum þingflokksfundi. Hún vildi ekki greina frá niðurstöðunni fyrr en hún hefði þingað með Geir H. Haarde, forsætisráðherra.Golli
Mynd 10 af 55Þingflokkur SamfylkingarinnarRax
Mynd 11 af 55Þingflokkur SamfylkingarinnarRax
Mynd 12 af 55Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra kemur til þingflokksfundar Samfylkingarinnar.Rax
Mynd 13 af 55Stjórnmál á mánudegiRax
Mynd 14 af 55Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.Rax
Mynd 15 af 55Þingflokksfundur SjálfstæðisflokksinsRax
Mynd 16 af 55Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Rax
Mynd 17 af 55Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Rax
Mynd 18 af 55Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.Rax
Mynd 19 af 55Þorgerður Katrín og Geir voru óræð á svip við upphaf þingflokksfundar sjálfstæðismanna.RAX
Mynd 20 af 55Össur Skarphéðinsson í gættinni. RAX
Mynd 21 af 55Tíðnda beðið í þinghúsinu.Golli
Mynd 22 af 55Þingmenn Samfylkingarinnar í upphafi þingflokksfundar.Golli
Mynd 23 af 55Sjálfstæðismenn í upphafi þingflokksfundar.Golli
Mynd 24 af 55Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ræðir við blaðamenn eftir að stjórnarslit lágu fyrir.Golli
Mynd 25 af 55Fylgst með fréttum á austurvelliGolli
Mynd 26 af 55Mótmælendur við þinghúsið fögnuðu Þegar ljóst var að stjórnin var fallin.Kristinn
Mynd 27 af 55Mótmælendur við þinghúsið fögnuðu Þegar ljóst var að stjórnin var fallin.Kristinn
Mynd 28 af 55Mótmælendur við þinghúsið fögnuðu Þegar ljóst var að stjórnin var fallin.Kristinn
Mynd 29 af 55Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar.Golli
Mynd 30 af 55Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.Golli
Mynd 31 af 55Þingflokksfundi Samfylkingarinnar lokið.Golli
Mynd 32 af 55Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnir að stjórnarsamstarfi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sé lokið.Golli
Mynd 33 af 55Stjórnin fallin.Golli
Mynd 34 af 55Stjórnin fallin.Golli
Mynd 35 af 55Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG í fréttaviðtali eftir að skýrt hafði verið frá stjórnarslitum.Golli
Mynd 36 af 55Guðjón Arnar kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins og varaformaðurinn, Magnús Þór Hafsteinsson.Golli
Mynd 37 af 55Fjöldi erlendra og innlendra fjölmiðlamanna beið tíðindanna í þinghúsinu.Golli
Mynd 38 af 55Stjórnin fallin.Golli
Mynd 39 af 55Stjórnin fallin.Golli
Mynd 40 af 55Stjórnmál á mánudegiGolli
Mynd 41 af 55Stjórnmál á mánudegiGolli
Mynd 42 af 55Stjórnmál á mánudegiGolli
Mynd 43 af 55Stjórnmál á mánudegiGolli
Mynd 44 af 55Stjórnmál á mánudegiGolli
Mynd 45 af 55Stjórnmál á mánudegiGolli
Mynd 46 af 55Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Golli
Mynd 47 af 55Geir H. Haarde gekk á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum og baðst lausnar.RAX
Mynd 48 af 55Geir H. Haarde, forsætisráðherra hitti Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, á Bessastöðum klukkan 16.RAX
Mynd 49 af 55Stjórnmál á mánudegi
Mynd 50 af 55Ólafur Ragnar lýsti þeim sjónarmiðum, sem hann taldi að ætti að hafa í heiðri við stjórnarmyndun.Árni Sæberg
Mynd 51 af 55Ingibjörg Sólrún kom á fund forseta Íslands.Ómar
Mynd 52 af 55Ingibjörg Sólrún ræddi við blaðamenn á Bessastöðum.Ómar
Mynd 53 af 55Steingrímur J. Sigfússon hitti forsetann um kvöldið.Ómar
Mynd 54 af 55Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hitti síðan Ólaf Ragnar.Ómar
Mynd 55 af 55Forsustumenn Frjálslynda flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson og Guðjón Arnar Kristjánsson, komu til Bessastaða.Ómar
Þingflokksfundur Samfylkingarinnar stendur nú yfir í Alþingishúsinu.mbl.is/Golli
Stemmningin í Alþingishúsinu er rafmögnuð en þar fara nú fram þingflokkfundir bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Fjöldi fjölmiðlafólks er í húsinu og fyrir utan hafa nokkrir mótmælendur safnast saman.
Síðustu daga hafa verið haldnir margir bæði formlegir og óformlegir fundir. Engar formlegar viðræður eru í gangi milli stjórnarandstöðuflokkanna og Samfylkingar um framhaldið en forystumenn hafa þó hist og rætt framhaldið sín í milli. Tilboð VG um þjóðstjórn stendur enn og að sama skapi tilboð Framsóknar um að verja minnihlutastjórn VG og Samfylkingar falli. Fulltrúar þessara flokka hafna þó alfarið að nokkurt samkomulag hafi náðst heldur hafa óformlegar viðræður aðeins farið fram og án allra skuldbindinga. Samfylkingin sé enn í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Ef mynduð yrði þjóðstjórn ætti Sjálfstæðisflokkurinn aðild að henni. Samfylkingin og VG gætu að öðrum kosti skipt á milli sín ráðherrastólum og hugsanlega fengju Framsókn og Frjálslyndir að fara með formennsku ákveðinna nefnda þingsins.
Allir sem mbl.is hefur rætt við leggja hins vegar þunga áherslu á að hvernig sem fari þá verði ný ríkisstjórn að grípa til aðgerða og að kosningar þurfi að fara fram eins fljótt og unnt er.
Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræddi við blaðamenn fyrir þingflokksfund sjálfstæðismanna.mbl.is/Golli