Brýnt að skapa samfélagslegan frið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands á Bessastöðum í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands á Bessastöðum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sagðist myndu hafa til­tekn­ar áhersl­ur að leiðarljósi í viðræðum sín­um við for­ustu­menn stjórn­mála­flokk­anna og ákvörðunum sín­um á næst­unni. Sagði Ólaf­ur Ragn­ar að brýn­ast væri að skapa á ný sam­fé­lags­lega sátt í ís­lensku sam­fé­lagi.

„Þetta eru ekki venju­bundn­ir tím­ar," sagði Ólaf­ur Ragn­ar m.a. við blaðamenn á Bessa­stöðum. Hann sagði að hann myndi breyta út af venju með því að lýsa hug­mynd­um sín­um um hvað eigi að nást fram í mynd­un nýrr­ar stjórn­ar.

Ólaf­ur Ragn­ar átti klukku­stund­ar­lang­an fund með  Geir H. Haar­de, foræt­is­ráðherra og sagðist hafa þar fall­ist á lausn­ar­beiðni Geirs og einnig Björg­vins G. Sig­urðsson­ar, frá­far­andi viðskiptaráðherra, sem barst í gær. Hann hefði hins veg­ar beðið alla ráðherr­ana, þar með talið Björg­vin, að sitja áfram þar til ný stjórn verður mynduð.

Ólaf­ur Ragn­ar mun ræða við for­menn annarra stjórn­mála­flokka í  kvöld. Kem­ur Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, til Bessastaða klukk­an 18. Hann sagðist ekki telja koma til greina, að veita stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið í kvöld. Nauðsyn­legt væri að hann fengi tæki­færi til að hlusta á sjón­ar­mið for­ustu­manna flokk­anna, íhuga þau og hugs­an­lega ræða við þá aft­ur.

Ólaf­ur Ragn­ar sagði, að hvað sem liði af­stöðu manna til ein­stakra verka í síðustu rík­is­stjórn­ar, gætu all­ir verið sam­mála um það, að eng­in rík­is­stjórn hafi þurft að glíma á jafn skömm­um tíma við jafn mörg og al­var­leg verk­efni og hún.

For­set­inn sagði mik­il­vægt að hafa í huga fjög­ur verk­efni sem um­fram allt þurfi að setja svip á þær ákv­arðanir sem tekn­ar verða á næstu dög­um. Brýn­asta verk­efni væri, að skapa á ný sam­fé­lags­lega sátt í ís­lensku þjóðfé­lagi þannig að þeir at­b­urðir og átök, sem Íslend­ing­ar hafi orðið vitni að, lægi. 

Þá sagði hann, að ákv­arðanir yrði að taka taka af ábyrgð, þjóðin þyrfti að fá að lýsa skoðunum sín­um í alþing­is­kosn­ing­um og loks, að fund­inn verði far­veg­ur fyr­ir lýðræðisum­ræðu og hugs­an­leg­ar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá, 

Ólaf­ur Ragn­ar sagði, að þar sem for­sæt­is­ráðherra hefði beðist lausn­ar væri eng­inn starf­andi for­sæt­is­ráðherra, sem gæti gert til­lögu um þingrof, og því væri þingrofs­vald hjá for­seta Íslands.

Ólaf­ur Ragn­ar nefndi eins og áður sagði fjög­ur atriði sem mik­il­vægt væri að hafa í huga og eiga að setja svip á það sem gert verður. Í fyrsta lagi það brýna verk­efni að skapa á ný sam­fé­lags­lega sátt í ís­lensku  þjóðfé­lagi þannig að þeir at­b­urður og átök sem við höf­um öll orðið vitni af að und­an­förnu lag­ist og ís­lenskt sam­fé­lag geti orðið að nýju það sam­fé­lag sem við kjós­um og erum vön. Að þjóðin geti gengið til dag­legra starfa á friðsam­an og ör­ugg­an hátt. Seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar það nauðsyn­legt að skapa hér nauðsyn­leg­an frið en hann tel­ur það mik­il­væg­ast í því starfi sem fram und­an er.

Í öðru lagi nefndi Ólaf­ur Ragn­ar að haldið sé þannig á mál­um það þær ákv­arðanir sem tekn­ar eru séu tekn­ar hafi hag þjóðar­inn­ar, heim­il­anna í land­inu fyr­ir­tækja og at­vinnu­lífs að leiðarljósi og þannig lagður grund­völl­ur að far­sælli lausn eins fljótt og auðið er. 

Í þriðja lagi að þjóðin fái sem fyrst tæki­færi til þess að end­ur­nýja umboð nýs Alþing­is og kjósa sér þá full­trúa á lög­gjaf­ar­sam­kom­una sem ís­lensk stjórn­skip­un kveður á um. 

Í fjórða lagi tel­ur Ólaf­ur Ragn­ar nauðsyn­legt að skapaður sé far­veg­ur fyr­ir þá umræðu sem við verðum mjög vör við í okk­ar þjóðfé­lagi þar sem fólk varp­ar fram hug­mynd­um og kröf­um um nýja stjórn­skip­an, end­ur­skoðun á stjórn­ar­skrá, nýtt lýðveldi eins og sum­ir orða það. Eða þjóðfé­lags­leg­an sátt­mála eins og for­set­inn orðaði það í ný­ársávarpi sínu.  

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ræðir við fjölmiðla á Bessastöðum …
For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, ræðir við fjöl­miðla á Bessa­stöðum í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert