Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði að flokkurinn væri reiðubúinn til viðræðna um myndun stjórnar. Sagði Steingrímur að flokkurinn myndi ekki ganga til slíkra viðræðna með nein fyrirframskilyrði um menn því það væru málefnin, sem öllu skipti.
Steingrímur sagði, að þjóðstjórn verði að vera alvöru ríkisstjórn, fær um að vinna þau verk sem þurfi að vinna á næstu vikum og leiða síðan þjóðina inn í kosningar. Sagðist hann hafa efasemdir um það, eftir yfirlýsingar leiðtoga fráfarandi stjórnarflokka í dag, að hægt yrði að mynda slíka stjórn. Aðrir kostir væru í boði og VG væru að sjálfsögðu tilbúnir til að ræða um þá.