Vinstri grænir reiðubúnir til viðræðna

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. mbl.is/Ómar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, sagði að flokk­ur­inn væri reiðubú­inn til viðræðna um mynd­un stjórn­ar. Sagði Stein­grím­ur að flokk­ur­inn myndi ekki ganga til slíkra viðræðna með nein fyr­ir­framskil­yrði um menn því það væru mál­efn­in, sem öllu skipti.

Stein­grím­ur sagði, að þjóðstjórn verði að vera al­vöru rík­is­stjórn, fær um að vinna þau verk sem þurfi að vinna á næstu vik­um og leiða síðan þjóðina inn í kosn­ing­ar.  Sagðist hann hafa efa­semd­ir um það, eft­ir yf­ir­lýs­ing­ar leiðtoga frá­far­andi stjórn­ar­flokka í dag, að hægt yrði að mynda slíka stjórn. Aðrir kost­ir væru í boði og VG væru að sjálf­sögðu til­bún­ir til að ræða um þá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka