Falið að mynda stjórn

Steingrímur J. Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ásamt forseta Íslands, …
Steingrímur J. Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ásamt forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum mbl.is/Rax

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, fól í dag Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Stein­grími J. Sig­fús­syni að ræða sam­an um mynd­un minni­hluta­stjórn­ar. Sagðist Ólaf­ur Ragn­ar hafa falið Ingi­björgu Sól­rúnu að stýra þeim viðræðum.

Fram kom hjá Ólafi Ragn­ari að til greina kæmi að einn eða tveir ein­stak­ling­ar utan þings­ins gætu tekið sæti í stjórn af þessu tagi. Það myndi þó koma í ljós hver niðurstaðan verði en slík stjórn væri ná­lægt þeim hug­mynd­um, sem komið hefðu fram að und­an­förnu.

For­set­inn sagði, að gert væri ráð fyr­ir því að hann myndi ræða við Stein­grím og Ingi­björgu Sól­rúnu síðdeg­is á morg­un eða á fimmtu­dags­morg­un um gang mála. Hefði hann óskað eft­ir því að viðræðurn­ar myndu aðeins taka nokkra daga en ekki vik­ur.

Ingi­björg Sól­rún sagði að þau Stein­grím­ur hefðu tekið við kefl­inu af for­set­an­um og myndu nú setj­ast yfir það hvort hægt væri að mynda öfl­uga rík­is­stjórn, sem gæti orðið starf­hæf fyr­ir helgi. Þetta myndu þau ræða í dag eða á morg­un.

Stein­grím­ur sagði að þeim hefði nú verið falið þetta verk. Mik­il­vægt væri að eyða óvissu í stjórn­mál­un­um og niðurstaða af eða á þurfi að liggja fyr­ir sem fyrst. 

Ólaf­ur Ragn­ar sagði eft­ir fund með Ingi­björgu og Stein­grími, að hans niðurstaða, eft­ir viðræður við for­menn flokk­anna í gær, hefði verið, að  ekki væri grund­völl­ur, að svo komnu máli, til að hefja viðræður um sam­starf allra flokka, sem stund­um hef­ur verið nefnd þjóðstjórn. Hann bætti við, að  sögu­lega séð hafi þó stjórn sem bar það heiti fyr­ir 60 árum, ekki verið stjórn allra flokka.

Hins veg­ar hefði komið skýrt fram, að það sé vilji Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG að ræða sam­an um mynd­un rík­is­stjórn­ar sem nyti stuðnings Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þá hefði komið fram hjá for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins í gær­kvöldi, að flokk­ur­inn væri reiðubú­inn til að bæði verja rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG falli og stuðla að, því að hún geti komið mál­um gegn­um þingið á ár­ang­urs­rík­an hátt.

Einnig hefði komið fram vilji for­manns Frjáls­lynda flokks­ins að eiga ein­hvers­kon­ar sam­starf við slíka rík­is­stjórn svo framar­lega sem  mál­efna­grund­völl­ur væri fyr­ir hendi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert