Formlegar viðræður hafnar

Fyrsti formlegi viðræðufundur Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs um myndun nýrrar ríkisstjórnar hófst í Alþingishúsinu klukkan 14.

Formönnum flokkanna tveggja var falið af forseta Íslands, að ræða um myndun minnihlutastjórnar, sem nyti stuðnings Framsóknarflokksins og hugsanlega einnig Frjálslynda flokksins. Ekki er gert ráð fyrir því að Framsóknarflokkurinn komi að viðræðum um nýja stjórn fyrr en samkomulag flokkanna tveggja liggur fyrir.

Fyrir hönd Samfylkingar sitja fundinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður. Fyrir hönd VG sitja fundinn Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir, varaformaður og Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður.

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður, koma …
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður, koma til fundarins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert