Formlegar viðræður hafnar

Fyrsti form­legi viðræðufund­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs um mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar hófst í Alþing­is­hús­inu klukk­an 14.

For­mönn­um flokk­anna tveggja var falið af for­seta Íslands, að ræða um mynd­un minni­hluta­stjórn­ar, sem nyti stuðnings Fram­sókn­ar­flokks­ins og hugs­an­lega einnig Frjáls­lynda flokks­ins. Ekki er gert ráð fyr­ir því að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn komi að viðræðum um nýja stjórn fyrr en sam­komu­lag flokk­anna tveggja ligg­ur fyr­ir.

Fyr­ir hönd Sam­fylk­ing­ar sitja fund­inn Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður flokks­ins, Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra og Lúðvík Berg­vins­son, þing­flokks­formaður. Fyr­ir hönd VG sitja fund­inn Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður flokks­ins, Katrín Jak­obs­dótt­ir, vara­formaður og Ögmund­ur Jónas­son, þing­flokks­formaður.

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður, koma …
Katrín Jak­obs­dótt­ir, vara­formaður VG, og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður, koma til fund­ar­ins.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert