Ólafur Ragnar: Vildi upplýsa þjóðina

Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við fréttamenn á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við fréttamenn á Bessastöðum. Árni Sæberg

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sagði á fundi með frétta­mönn­um á Bessa­stöðum í dag að þegar hann hafi í gær lýst þeim fjór­um verk­efn­um sem hann taldi brýn­ast að höfð væru í huga þegar ákv­arðanir væru tekn­ar á næstu dög­um, sé ekk­ert ný­mæli. Það sem hafi breyst sé að hann telji eðli­legt að þjóðin sé upp­lýst um áherslu­atriði for­set­ans. Hingað til hafi slíkt verið rætt fyr­ir lukt­um dyr­um.

Ólaf­ur Ragn­ar nefndi eins og áður sagði fjög­ur atriði sem mik­il­vægt væri að hafa í huga og eiga að setja svip á það sem gert verður. Í fyrsta lagi það brýna verk­efni að skapa á ný sam­fé­lags­lega sátt í ís­lensku  þjóðfé­lagi þannig að þeir at­b­urður og átök sem við höf­um öll orðið vitni af að und­an­förnu lag­ist og ís­lenskt sam­fé­lag geti orðið að nýju það sam­fé­lag sem við kjós­um og erum vön. Að þjóðin geti gengið til dag­legra starfa á friðsam­an og ör­ugg­an hátt. Seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar það nauðsyn­legt að skapa hér nauðsyn­leg­an frið en hann tel­ur það mik­il­væg­ast í því starfi sem fram und­an er.

Í öðru lagi nefndi Ólaf­ur Ragn­ar að haldið sé þannig á mál­um það þær ákv­arðanir sem tekn­ar eru séu tekn­ar hafi hag þjóðar­inn­ar, heim­il­anna í land­inu fyr­ir­tækja og at­vinnu­lífs að leiðarljósi og þannig lagður grund­völl­ur að far­sælli lausn eins fljótt og auðið er. 

Í þriðja lagi að þjóðin fái sem fyrst tæki­færi til þess að end­ur­nýja umboð nýs Alþing­is og kjósa sér þá full­trúa á lög­gjaf­ar­sam­kom­una sem ís­lensk stjórn­skip­un kveður á um. 

Í fjórða lagi tel­ur Ólaf­ur Ragn­ar nauðsyn­legt að skapaður sé far­veg­ur fyr­ir þá umræðu sem við verðum mjög vör við í okk­ar þjóðfé­lagi þar sem fólk varp­ar fram hug­mynd­um og kröf­um um nýja stjórn­skip­an, end­ur­skoðun á stjórn­ar­skrá, nýtt lýðveldi eins og sum­ir orða það.

Full­kom­lega lýðræðis­legt að upp­lýsa um áhersl­ur

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir að sjálf­skipaðir álits­gjaf­ar og fræðimenn sem tjáð hafi sig um orð hans síðan í gær hafi ekki rétt­an skiln­ing mál­inu.

„Mun­ur­inn á því sem ég gerði kannski nú og fyrri for­set­ar hafa gert er að fyrri for­set­ar hafa lýst sjón­ar­miðum af þessu tagi í einka­sam­ræðum sín­um við for­menn flokk­anna. Fyr­ir lukt­um dyr­um, bak við tjöld­in. Þeir hafa síðan lýst sjón­ar­miðum sín­um og áhersl­um í slík­um sam­ræðum. Ég taldi hins veg­ar al­veg rétt og eðli­legt að þjóðin fengi að heyra hverj­ar væru þær áhersl­ur og leiðarljós sem ég teldi nauðsyn­legt að hafa í há­veg­um og taka fyrst og fremst mið af.

Ég tel líka að á þeim tím­um og að kraf­an í sam­fé­lag­inu sé með þeim hætti að þau sjón­ar­mið sem for­set­inn set­ur fram við for­ystu­menn flokk­anna þau séu þjóðinni ljós þótt það hafi tíðkast hér áður fyrr að það væri bara bak við lukt­ar dyr," sagði Ólaf­ur Ragn­ar og bætti við að segja megi að það sé nýj­ung, og hann von­ist til þess að frétta­menn geri ekki at­huga­semd­ir við það að for­set­inn ræði líka við fjöl­miðlamenn og gefi þeim kost á spurn­ing­um og sam­ræðum af þessu tagi.

„Það er kannski líka að fara út fyr­ir vald- og verksvið for­set­ans að kenn­ingu þess­ara ágætu manna en ég tel bara að það sé eðli­legt og full­kom­lega lýðræðis­legt að for­set­inn sé ekk­ert að leyna því hvaða áhersl­ur hann set­ur fram í slík­um viðræðum."

Um­mæli um þingrofs­rétt­inn mis­skil­inn

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son seg­ist telja að það gæti einnig mis­skiln­ings með orð hans frá því í gær um þingrofs­rétt­inn.

„For­sæt­is­ráðherra, sem hef­ur á bak við sig ótví­rætt stuðning meiri­hluta Alþing­is, get­ur eðli­lega sett fram ósk um þingrof og ég tel þá rétt og sam­kvæmt stjórn­skip­un­inni að for­seti verði við þeirri ósk. Ef for­sæt­is­ráðherra, sem hef­ur ekki á bak við sig skýr­an meiri­hluta Alþing­is, set­ur fram slíka ósk er nauðsyn­legt að for­seti kanni það hver er vilji og hvert er viðhorf meiri­hluta Alþing­is við þær kring­um­stæður.

Því er hvorki í anda þing­ræðis­ins eða lýðræðis­ins að einn maður sem er full­trúi minni­hluta Alþing­is, það er eins þing­flokks, hafi í hendi sér þingrofs­valdið eitt og sér."

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir að það sé ljóst að ef það er ekki al­veg skýr þing­meiri­hluti á bak við ósk­ina um þingrof þá hljóti for­set­inn að meta það með sjálf­stæðum hætti hvort rétt sé að verða við þeirri ósk for­sæt­is­ráðherra eða ekki. Það get­ur verið að for­set­inn telji það skyn­sam­legt að verða við henni eins og Kristján Eld­járn gerði á sín­um tíma en var þó gagn­rýnd­ur fyr­ir það en það er háð sjálf­stæðu mati for­set­ans og það telji hann vera al­veg skýrt í anda þeirr­ar þing­ræðis­reglu sem hér rík­ir.

„Aft­ur á móti ef það er skýr þing­meiri­hluti á bak við ósk­ina þá tel ég að for­set­an­um beri að verða við því. Ég hlustaði líka á ýmis sjón­ar­mið eins og sér­fræðinga. Ég var nú pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands um langt ára­bil og tel mig þekkja þessi fræði al­veg jafn vel eins og ýms­ir aðrir en rifja kannski upp líka að þegar deil­urn­ar stóðu um mál­skots­rétt­inn á sín­um tíma, fyr­ir fjór­um árum eða svo.

Þá komu líka fram alls kon­ar sjálf­skipaðir álits­gjaf­ar og sér­fræðing­ar sem voru uppi með full­yrðing­ar um að for­set­inn hefði ekki þetta vald. Meira að segja fyrr­ver­andi pró­fess­or við Há­skóla Íslands og hæsta­rétt­ar­dóm­ari setti fram það sjón­ar­mið að for­set­inn hefði alls ekki þetta vald. Nema ráðherr­ann veitti hon­um þetta vald. En eins og við vit­um öll þá leiddi at­b­urðarrás­in það í ljós að það var alls ekki. For­set­inn hafði þetta vald al­veg ótví­rætt og ég tel að skiln­ing­ur minn á þingrofs­rétt­in­um sé al­veg jafn skýr og skiln­ing­ur minn á mál­skots­rétt­in­um á sín­um tíma," sagði Ólaf­ur Ragn­ar við frétta­menn á Bessa­stöðum í dag.

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir að end­an­leg ákvörðun um þingrof liggi hjá for­seta lands­ins en auðvitað geti for­sæt­is­ráðherra gert til­lögu um þingrof ef hann kýs að gera það. En þá ber for­seta að kanna hvort það sé einka­ósk starf­andi for­sæt­is­ráðherra eða hans flokks og kanna hver sé vilji meiri­hluta þings á bak við það. „Það væri ekki  að mínu mati í sam­ræmi við þing­ræðis­regl­una eða lýðræðis­skip­an okk­ar lýðveld­is að for­sæt­is­ráðherra sem beðist hef­ur lausn­ar geti í krafti minni­hluta á Alþingi kraf­ist þess að þing verði rofið og það sé ótví­rætt að svo verði að vera við þeirri ósk. Það verður að vera sjálf­stætt mat for­set­ans. Þó er hugs­an­legt að ástandið í þjóðfé­lag­inu sé þannig að að dómi for­set­ans að hann telji það verði að vera við þeirri ósk."

Rangt að þingrofs­rétt­ur­inn sé í hendi for­sæt­is­ráðherra

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ist ekki vera að leggja nein­ar lín­ur varðandi þingrofs­rétt­inn held­ur sé um að ræða eðli þingrofs­rétt­ar eins og hann hef­ur verið í ára­tugi og all­an lýðveld­is­tím­ann.

„Það sem hef­ur kannski ruglað menn í rím­inu á und­an­förn­um árum er að for­ystu­menn í stjórn­mál­um hafa verið að halda fram þeirri kenn­ingu að for­sæt­is­ráðherr­ann, sá stjórn­mála­maður sem gegn­ir því embætti, hann hefði þingrofs­rétt­inn einn og sér í sinni hendi. Það er bara rangt og hef­ur alltaf verið rangt. Al­veg eins og það var rangt í sam­skipt­um Ólafs Thors og Sveins Björns­son­ar og hef­ur verið rangt alla tíð síðan. Ég hef tekið eft­ir því að ein­stak­ir stjórn­mála­menn hafa talið það þjóna sín­um hags­mun­um að vera vera með einskon­ar svipu yfir öðrum stjórn­mála­mönn­um með því að segja að þeir hefðu þenn­an rétt ein­ir og sér í sinni hendi."

.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert