Samfylkingin setti tíu skilyrði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H Haarde.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H Haarde. mbl.is/Kristinn

Sam­fylk­ing­in lagði fram tíu liða aðgerðaáætl­un fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn um helg­ina. Áætl­un­in átti að móta störf rík­is­stjórn­ar­inn­ar fram að kosn­ing­um í lok maí. Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að sama áætl­un verði lögð fyr­ir vinstri græna í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum. Texti plaggs­ins fer hér á eft­ir:

1. Fylgt verði efna­hags­áætl­un rík­is­stjórn­ar og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (AGS) og fram­kvæmd henn­ar styrkt með fram­kvæmda­nefnd und­ir for­ystu formanna stjórn­ar­flokk­anna. Jafn­framt verði komið á fót upp­lýs­inga­miðstöð sem tryggi greiðari miðlun upp­lýs­inga til al­menn­ings um aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að mæta af­leiðing­um banka­hruns­ins.

2. Gerðar verði breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá hvað varðar full­veldi og auðlind­ir þjóðar. Jafn­framt verði lögð fram til­laga um stjórn­lagaþing, sem verði kosið til sam­hliða þing­kosn­ing­um.

3. Skipt verði um yf­ir­stjórn Seðlabanka Íslands. Lög­um um Seðlabanka Íslands verði breytt með þeim hætti, að yfir bank­an­um sé einn banka­stjóri, skipaður út frá alþjóðleg­um hæfnis­kröf­um, og að komið verði á fót pen­inga­stefnuráði sem fari með ákv­arðanir um beit­ingu allra stjórn­tækja bank­ans, þ.e. stýri­vaxta, bindiskyldu og lausa­fjár­reglna. Nefnd verði skipuð um end­ur­skoðun pen­inga­mála­stefnu Seðlabanka.

4. Skipt verði um yf­ir­stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

5. Sett verði lög sem tryggi niður­færslu veðskulda að greiðslu­getu óháð veðstöðu láns, bæti rétt­ar­stöðu skuld­ara við upp­haf og lok gjaldþrota­skipta, m.a. með af­skrift þeirra skulda sem ekki fást greidd­ar. Bú­setu­ör­yggi þeirra fjöl­skyldna sem missa íbúðar­hús­næði við gjaldþrot og nauðung­ar­sölu tryggi lág­marks­rösk­un á stöðu og vel­ferð fjöl­skyld­unn­ar.

6. Stofnaður verði Bjargráðasjóður heim­il­anna til að standa straum af björg­un­araðgerðum í þágu heim­ila í land­inu, sem m.a. feli í sér aðgerðir til að lækka greiðslu­byrði al­menn­ings. Leitað verði leiða um fjár­mögn­un sjóðsins sem feli í sér aðkomu auðmanna, sem báru ábyrgð á hruni banka­kerf­is­ins og tíma­bundið viðlaga­gjald sem legg­ist á þá sem hafa háar tekj­ur.

7. Ákveðnar verði aðgerðir í þágu heim­ila og fyr­ir­tækja í nánu sam­ráði við aðila vinnu­markaðar­ins. Áhersla verði lögð á vinnu­markaðsaðgerðir, fjölg­un starfa, end­ur­mennt­un, úr­bæt­ur á náms­lána­kerf­inu o.s.frv. Jafn­framt komi full­trú­ar rík­is og sveit­ar­fé­laga með viðræðuum­boð að vinnu með öðrum aðilum vinnu­markaðar­ins um stöðu og horf­ur í efna­hags- og kjara­mál­um, op­in­ber­um fjár­mál­um, vel­ferðar- og skatta­mál­um.

8. Gripið verði til mark­vissra aðgerða í banka­kerf­inu til að tryggja þjón­ustu við skuld­sett fyr­ir­tæki.

9. Breyt­ing­ar verði gerðar á skip­an ráðherra og ráðuneyta.

10. Kosn­ing­ar til Alþing­is verði haldn­ar 30. maí 2009. Sam­hliða þing­kosn­ing­um fari fram þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort sækja eigi um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert