Sigmundur Davíð kemur á fund

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við fréttamenn á Bessastöðum í gærkvöldi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við fréttamenn á Bessastöðum í gærkvöldi. mbl.is/Ómar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er nú kominn til fundar við forustumenn Samfylkingarinnar og VG í Alþingishúsinu en formlegur fundur um stjórnarmyndun hefur staðið þar yfir síðan klukkan 14. 

Guðjón Arnar Kristjánsson hefur verið boðaður á fundinn kl. 17:30 og upp úr því má vænta yfirlýsinga um hvert framhaldið verður. Ekki er þó líklegt að stjórnarmyndunarviðræðum verði lokið í kvöld en samkvæmt heimildum mbl.is er vonast til að ný ríkisstjórn taki við stjórnarataumunum fyrir helgi.

Forseti Íslands fól í morgun formönnum Samfylkingar og VG að ræða um myndun minnihlutastjórnar, sem nyti stuðnings Framsóknarflokksins og hugsanlega einnig Frjálslynda flokksins.

Hluti Sjálfstæðismana hefur einnig fundað í Alþingishúsinu í dag en þingflokkurinn tekur nú við nýju hlutverki, þ.e. að vera í stjórnarandstöðu. Aðeins einn þingmaður í flokknum hefur áður verið í stjórnarandstöðu og það er Geir H. Haarde, fráfarandi forsætisráðherra. Aðrir þingmenn hafa alltaf verið í stjórnarliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert