Ásta: VG hræðist að grasrótin leiti annað

Ásta Möller, alþingismaður
Ásta Möller, alþingismaður mbl.is

Ásta Möller, alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir VG vilja kosn­ing­ar til Alþing­is sem fyrst til að koma í veg fyr­ir að ný fram­boð nái fram að ganga, því flokk­ur­inn hræðist að gras­rót­in leiti „á nýrri og fersk­ari mið“ en VG. Þetta kem­ur fram í pistli á heimasíðu þing­manns­ins.

Ásta skrif­ar:

„Sam­kvæmt frétt­um er dag­setn­ing alþing­is­kosn­inga í vor eitt erfiðasta úr­lausn­ar­efnið í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum minni­hluta­stjórn­ar VG og Sam­fylk­ing­ar.

Ástæðan er aug­ljós. Þar rek­ast á ólík­ir hags­mun­ir.

VG vill kosn­ing­ar sem fyrst til að koma í veg fyr­ir að ný fram­boð nái að festa sig.

Ástæðan er að VG hræðist að gras­rót­in, svo­kallaða, óánægjuliðið, sem að öðrum kosti styddi VG, leiti á nýrri og fersk­ari mið, í ný fram­boð (varla geta Ögmund­ur og Stein­grím­ur tal­ist nýir og fersk­ir!).“

Ásta seg­ir það jafn­framt gegn hags­mun­um VG að efna­hags­ráðstaf­an­irn­ar sem þegar hafi verið ákveðnar fái svig­rúm til að bera ávöxt og skili sér m.a. í  styrk­ingu krón­unn­ar, minnk­un verðbólgu og vaxta­lækk­un­um. „Merki um það má reynd­ar þegar sjá í frétt­um dags­ins.  Verðbólg­an er á niður­leið, kom­in niður í 7,2% á mánaðar­grunni, sem er sú minnsta frá í janú­ar á síðasta ári og krón­an hef­ur styrkst um 6% frá síðasta fimmtu­degi.  Í des­em­ber s.l.  jafn­gilti hækk­un vísi­töl­unn­ar um 20%  og í nóv­em­ber um 23%.  Að óbreyttu munu þess­ir þætt­ir koma skýr­ar fram eft­ir því sem líður á vorið. Get­ur þetta verið ástæðan fyr­ir því að VG vilji kosn­ing­ar sem fyrst.“

Ásta seg­ir að Sam­fylk­ing­in vilji kosn­ing­ar eins seint í vor og flokk­ur­inn kom­ist upp með, því hann þurfi meiri tíma til að ná vopn­um sín­um. Fylgi flokks­ins sé 17-19% en hafi verið 33-36% í lok októ­ber. „Stuðning­ur við meg­in­bar­áttu­mál þeirra, aðild að ESB, er minnk­andi, 40% en var 70% í októ­ber. Hún býr einnig við al­var­leg­an for­ystu­vanda.  Öfugt við VG þarf hins veg­ar Sam­fylk­ing­in að geta sýnt fram á ár­ang­ur í efna­hags­mál­um,  sem þeir ör­ugg­lega vilja merkja nýju stjórn­ar­sam­starfi. Hún veit hvað er í kort­un­um og vill ná því inn áður en til kosn­inga kem­ur. Til þess þurfa þeir hins veg­ar lengri tíma. Krat­ar vilja ekki síst gefa for­manni sín­um svig­rúm til að ná sér á strik eft­ir veik­ind­in svo hann geti leitt kosn­inga­bar­átt­una.“

Eitt er víst, seg­ir Ásta; að ný rík­is­stjórn kemst ekki hjá kosn­ing­um í vor. „Nýr formaður Fram­sókn­ar, sem hef­ur lofað nýrri stjórn hlut­leysi mun sjá til þess.  Hann vill auðvitað bæði kom­ast á þing og ná inn fylgisaukn­ingu í kjöl­fari for­ystu­skipta í flokkn­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert