Býst við stjórn á laugardag

Jóhanna Sigurðarsdóttir ræðir við fréttamenn í þinghúsinu í dag.
Jóhanna Sigurðarsdóttir ræðir við fréttamenn í þinghúsinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir seg­ir, að viðræður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs hafi gengið mjög vel í dag. Sagðist Jó­hanna bjart­sýn á að flokk­arn­ir myndi nýja rík­is­stjórn um helg­ina, lík­lega á laug­ar­dag.  Sagði hún að eitt fyrsta verk nýrr­ar stjórn­ar yrði að breyta um stjórn í Seðlabank­an­um.

„Við fáum vel­ferðar­stjórn," sagði Jó­hanna. Hún sagði, að verið væri að reikna út ákveðna hluti, sem rætt hefði verið um því flokk­arn­ir vildu ekki fara í aðgerðir sem rík­is­sjóður hefði ekki efni á.  Hún sagði að flokk­arn­ir tveir væru á góðri leið með að ná niður­stöðu um verk­efna­áætl­un, sem myndi vekja góðar von­ir og vænt­ing­ar hjá fyr­ir­tækj­um og heim­il­um. Jó­hanna lagði þó áherslu á, að ekki yrði gengið lengra í lof­orðum um aðgerðir en hægt væri að standa við.

Jó­hanna sagði, að í viðræðum flokk­anna væri fyrst og fremst verið að hugsa um næstu tvo mánuði eða fram að kosn­ing­um. Nauðsyn­legt væri, að end­ur­reisa heim­ili og at­vinnu­lífíð.  Þá væri ljóst, að fara yrði í ýms­ar aðhaldsaðgerðir í rík­is­fjár­mál­um og grund­vall­ar­atriði væri, að standa vörð um það sam­komu­lag, sem Íslend­ing­ar hafa gert við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn.

Jó­hanna sagði aðspurð, að eng­inn ágrein­ing­ur hefði komið fram um að hún yrði for­sæt­is­ráðherra nýrr­ar stjórn­ar. Þá sagðist hún telja sjálf­gefið, að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ætti sæti í stjórn­inni.

Jó­hanna var spurð um þá ákvörðun Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, að gefa út reglu­gerð um hval­veiðikvóta til næstu fimm ára. Sagðist Jó­hanna vera mjög gáttuð á þess­ari ákvörðun og þetta væri um­deild aðgerð, sem ekki muni auka á ímynd þjóðar­inn­ar. Sagðist hún eiga von á því, að nýr sjáv­ar­út­vegs­ráðherra aft­ur­kallaði reglu­gerðina. 

Nán­ar verður rætt við Jó­hönnu í Mbl sjón­varpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert