Ekki óskaríkisstjórn, Sigmundar Davíðs

00:00
00:00

Til­von­andi rík­is­stjórn er ekki óska­rík­is­stjórn, Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar  for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins sem ætl­ar þó að verja hana falli að upp­fyllt­um þrem­ur skil­yrðum. Þau eru að koma at­vinnu­líf­inu í gang og koma til móts við skuld­sett heim­ili eins og hinir flokk­arn­ir hafa lýst yfir að þeir vilji gera.

Þá er það end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár, sem er sam­eig­in­legt áhuga­mál allra flokk­anna. Aðferð fram­sókn­ar­manna er hins­veg­ar sú að setja á lagg­irn­ar sér­stakt stjórn­lagaþing með 63 þing­mönn­um sem starfi í sex til níu mánuði. Þetta skil­yrði gæti reynst krepp­u­stjórn­inni til­von­andi dýrt í fram­kvæmd en eng­inn verðmiði fylg­ir frum­varpi flokks­ins um þingið.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son seg­ir að semja verði um hvernig þess­um mark­miðum verði náð en Fram­sókn­ar­menn geri sér grein fyr­ir því að málið verði ekki leyst á næstu þrem­ur mánuðum. Hann seg­ist vera op­inn fyr­ir því að skoða aðrar leiðir við fram­kvæmd­ina.

Fram­sókn­ar­menn settu ekki skil­yrði varðandi sam­komu­lag um Ices­a­ve reikn­ing­ana en Sig­mund­ur Davíð hef­ur verið talsmaður þess að Íslend­ing­ar greiði ekki inn­stæðutrygg­ing­ar Lands­bank­ans án þess að málið verði út­kljáð fyr­ir dóm­stól­um. Hann seg­ist ekki vænta þess að rík­is­stjórn sem starfi í svo skamm­an tíma taki end­an­lega ákvörðun í því máli. Hann viti þó til þess að þetta sé rætt milli flokk­anna í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðunum. Hann seg­ir ljóst að það yrði erfitt eða ómögu­legt að fram­fylgja öðrum mark­miðum ef menn tækju á sig slík­ar skuld­bind­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert