Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda

mbl.is

„Þetta mun setja mik­inn hnút í okk­ur Frjáls­lynda og mér heyrðist það á fram­sókn­ar­mönn­um líka í gær,“ seg­ir Guðjón Arn­ar Kristjáns­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins um yf­ir­lýs­ing­ar þess efn­is að heim­ild til hval­veiða verði aft­ur­kölluð af nýrri rík­is­stjórn. Hann seg­ir að tor­velt gæti reynst að lýsa yfir stuðningi við rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG ef hval­veiðar verða aft­ur­kallaðar.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, til­von­andi for­sæt­is­ráðherra, sagðist í gær gáttuð á þeirri ákvörðun Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, frá­far­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, að leyfa hval­veiðar á sín­um síðustu dög­um í embætti og átti von á því að ný rík­is­stjórn myndi draga hana til baka.

„Ég er bú­inn að segja það mjög skýrt að mér finnst það ekki koma til greina að draga ákvörðun um hval­veiðar til baka. Við erum nátt­úru­lega að horfa á at­vinnu­tæki­færi í þessu landi og tekj­ur fyr­ir þjóðfé­lagið. Og mér finnst að menn geti bara ekk­ert slegið út af borðinu það sem ég kalla eðli­lega nýt­ingu nátt­úru­auðlinda.“

Guðjón Arn­ar seg­ist ekki hafa rætt við for­ystu­menn Sam­fylk­ing­ar eða VG eft­ir að um­mæl­in voru lát­in falla. Hins veg­ar sé það kór­skýrt í stefnu­skrá Frjáls­lynda flokks­ins  að hann styðji hval­veiðar.

„Við mun­um ræða þetta í okk­ar þing­flokki en ég sé ekki að við séum að fara að breyta okk­ar stefnu hvað þetta varðar. Ísland er í afar skrýt­inni stöðu og ég hef orðað það þannig að í nú­ver­andi ástandi þýddi ekk­ert til­finn­inga­væl í sam­bandi við mögu­leika á at­vinnu­sköp­un. Við verðum að nýta alla mögu­leika sem gef­ast. Það hljóta all­ir að sjá að við kom­umst ekki í gegn­um þetta erfiðleika­tíma­bil með niður­skurðarleiðinni einni og sér. Það er úti­lokað. Við verðum að reyna að auka tekj­urn­ar í þjóðfé­lag­inu með öll­um til­tæk­um ráðum. Hval­veiðar eru ein leiðin,“ seg­ir Guðjón Arn­ar Kristjáns­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert