Tvennar kosningar í vor?

Hver sem er mun geta boðið sig fram til setu …
Hver sem er mun geta boðið sig fram til setu á stjórnlagaþingi að undanskildum ráðherrum, þingmönnum, varaþingmönnum og forseta Íslands. mbl.is/Kristinn

Eitt af þrem­ur skil­yrðum fyr­ir því að Fram­sókn verji minni­hluta­rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG falli er að efnt verði til stjórn­lagaþings. Fram­sókn­ar­menn kynntu hug­mynd­ir sín­ar á blaðamanna­fundi í dag og þing­flokk­ur­inn mun leggja fram frum­varp um leið og Alþingi fund­ar að nýju.

Hug­mynd­ir Fram­sókn­ar ganga út á að kosn­ir verði 63 full­trú­ar á sér­stakt stjórn­lagaþing sem starfi í 6 mánuði og að há­marki 8 mánuði. Þar ætti að vinna að nýrri stjórn­ar­skrá fyr­ir Ísland.

Siv Friðleifs­dótt­ir, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar, benti á að stjórn­ar­skrár­nefnd­ir þing­manna og sér­fræðinga hafi ekki skilað ár­angri og þess vegna sé nú komið að þjóðinni. Taka þurfi málið úr hönd­um stjórn­mála­manna.

Hver sem er gæti boðið sig fram til stjórn­lagaþings að und­an­skild­um for­seta Íslands, ráðherr­um, þing­mönn­um og varaþing­mönn­um. 2/​3 hlut­ar þing­manna þurfa að samþykkja stjórn­ar­skrána og niðurstaðan yrði svo bor­in und­ir þjóðar­at­kvæði og leggja fram­sókn­ar­menn til að það verði gert sam­hliða sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um vorið 2010.

Hin skil­yrðin tvö sem Fram­sókn set­ur fram fyr­ir því að verja rík­is­stjórn­ina falli eru að ráðist verði í mikl­ar aðgerðir til að handa heim­il­um lands­ins og að kosið verði til Alþing­is í síðasta lagi 25. apríl.

Mbl.is sjón­varp fjall­ar nán­ar um málið í dag.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert