Tvennar kosningar í vor?

Hver sem er mun geta boðið sig fram til setu …
Hver sem er mun geta boðið sig fram til setu á stjórnlagaþingi að undanskildum ráðherrum, þingmönnum, varaþingmönnum og forseta Íslands. mbl.is/Kristinn

Eitt af þremur skilyrðum fyrir því að Framsókn verji minnihlutaríkisstjórn Samfylkingar og VG falli er að efnt verði til stjórnlagaþings. Framsóknarmenn kynntu hugmyndir sínar á blaðamannafundi í dag og þingflokkurinn mun leggja fram frumvarp um leið og Alþingi fundar að nýju.

Hugmyndir Framsóknar ganga út á að kosnir verði 63 fulltrúar á sérstakt stjórnlagaþing sem starfi í 6 mánuði og að hámarki 8 mánuði. Þar ætti að vinna að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland.

Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, benti á að stjórnarskrárnefndir þingmanna og sérfræðinga hafi ekki skilað árangri og þess vegna sé nú komið að þjóðinni. Taka þurfi málið úr höndum stjórnmálamanna.

Hver sem er gæti boðið sig fram til stjórnlagaþings að undanskildum forseta Íslands, ráðherrum, þingmönnum og varaþingmönnum. 2/3 hlutar þingmanna þurfa að samþykkja stjórnarskrána og niðurstaðan yrði svo borin undir þjóðaratkvæði og leggja framsóknarmenn til að það verði gert samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2010.

Hin skilyrðin tvö sem Framsókn setur fram fyrir því að verja ríkisstjórnina falli eru að ráðist verði í miklar aðgerðir til að handa heimilum landsins og að kosið verði til Alþingis í síðasta lagi 25. apríl.

Mbl.is sjónvarp fjallar nánar um málið í dag.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka