Ögmundur Jónasson hyggst draga sig í hlé sem formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja tímabundið, taki hann sæti í nýrri ríkisstjórn. Þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Stjórnarfundur verður í BSRB á morgun, þar sem gengið verður frá málinu. Varaformenn BSRB eru Árni Stefán Jónsson og Elín Björg Jónsdóttir. Þing BSRB verður haldið í haust og þá kjörin forysta. Það mun ráðast af þróun mála, hvort Ögmundur gefur kost á sér til endurkjörs.