Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig ráðuneytin skiptast á milli Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Flokkarnir hafa þó náð saman um að fækka ráðherrum. Meðal annars er sameiginlegt ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála og síðan sérstakt atvinnumálaráðuneyti. Þá verður sameiginlegt ráðuneyti iðnaðar-, sjávarútvegs-, landbúnaðar- og samgöngumála.