Tvö ný framboð í burðarliðnum

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Þorkell

Að minnsta kosti tvö ný framboð fyrir komandi alþingiskosningar, sem væntanlegar eru með vorinu, eru nú í burðarliðnum. Neyðarstjórn kvenna hefur boðað til stofnfundar nýrrar stjórnmálahreyfingar kvenna í kvöld kl. 20 á Hallveigarstöðum og búist er við því að stofnfundur ýmissa grasrótarhreyfinga um lýðræðisumbætur, sem ákveðið hafa að vinna saman að framboði, sé væntanlegur á allra næstu dögum.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á mánudag funduðu fulltrúar grasrótarhreyfinga um lýðræðisumbætur sl. sunnudag. Að sögn Hallfríðar Þórarinsdóttur, fundarstjóra á umræddum fundi, var markmiðið með honum að kanna hvort hægt væri að finna samnefnara þeirra mörgu hreyfinga, sem talað hafa fyrir lýðræðisumbótum að undanförnu, og sameina kraftana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert