Áhersla á velferðarmálin

Silja Bára Ómarsdóttir
Silja Bára Ómarsdóttir mbl.is

„Maður vonar að það verði tekið á þessum erfiðustu málum. Þau hljóta að vera stjórn Seðlabankans og efnahagsmálin og að málefni almennings fái forgang. Ég reikna með að það verði lögð áhersla á velferðarmál og miðað við stefnuskrár flokkanna ætti það að vera,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands þegar hún var spurð álits á stjórnarmyndunarviðræðum. Hún er stödd erlendis en hefur fylgst með fréttum af viðræðunum.

Silja Bára sagði að sér þætti raunar svolítið skondið að ríkisstjórn sem væri ætlað að sitja í um 90 daga skyldi taka sér fimm daga til að semja um samstarfið.

Eðlileg kynjaskipting

Silju Báru þótti eðlilegt að lögð væri áhersla á jafna kynjaskiptingu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna í ljósi áherslna og bakgrunns þessara flokka. Í þessum tveimur flokkum væri einnig stór hluti þeirra kvenna sem sitja á Alþingi. Því ætti ekki að vera erfitt að finna hæfar konur til ráðherrastarfa.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert