Geir óttast sundrung og misklíð

00:00
00:00

Ástandið í efna­hags­mál­um er ekki jafn slæmt og marg­ir and­stæðing­ar okk­ar vilja vera að láta, sagði Geir H. Haar­de á fundi Sjálf­stæðismanna í dag. Hann ótt­ast sundr­ung og mis­klíð í nýrri rík­is­stjórn og að horfið verði út af þeirri efna­hags­stefnu sem mörkuð var í tíð síðustu rík­is­stjórn­ar.

Hann seg­ir ný­leg­ar töl­ur um viðskipta­jöfnuð vera afar já­kvæðar, verðbólg­an sé á niður­leið og Seðlabank­inn sé kom­inn á það skoðun að það beri að lækka stýri­vexti. Tíu pró­senta sam­drátt­ur eins og út­lit er fyr­ir á þessu ári þýðir ein­ung­is að við verðum á sama stað og árið 2006.  

Hann ótt­ast sundr­ung og mis­klíð í nýrri rík­is­stjórn og að horfið verði út af þeirri efna­hags­stefnu sem mörkuð var í tíð síðustu rík­is­stjórn­ar.

Varðandi Seðlabank­ann seg­ir Geir að Sam­fylk­ing­in stjórn­ist af hatri á ein­um manni þegar komi að breyt­ing­um þar. Hann seg­ist ekki vilja gefa sér það fyr­ir­fram að ein­stak­ling­ar í bank­an­um eða Fjár­mála­eft­irlt­inu hafi ekki staðið sig. Það eigi ef­laust margt at­hygl­is­vert eft­ir að koma fram þegar rann­sókn­ar­skýrsl­an um banka­hrunið líti dags­ins ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka