Geir óttast sundrung og misklíð

Ástandið í efnahagsmálum er ekki jafn slæmt og margir andstæðingar okkar vilja vera að láta, sagði Geir H. Haarde á fundi Sjálfstæðismanna í dag. Hann óttast sundrung og misklíð í nýrri ríkisstjórn og að horfið verði út af þeirri efnahagsstefnu sem mörkuð var í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Hann segir nýlegar tölur um viðskiptajöfnuð vera afar jákvæðar, verðbólgan sé á niðurleið og Seðlabankinn sé kominn á það skoðun að það beri að lækka stýrivexti. Tíu prósenta samdráttur eins og útlit er fyrir á þessu ári þýðir einungis að við verðum á sama stað og árið 2006.  

Hann óttast sundrung og misklíð í nýrri ríkisstjórn og að horfið verði út af þeirri efnahagsstefnu sem mörkuð var í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Varðandi Seðlabankann segir Geir að Samfylkingin stjórnist af hatri á einum manni þegar komi að breytingum þar. Hann segist ekki vilja gefa sér það fyrirfram að einstaklingar í bankanum eða Fjármálaeftirltinu hafi ekki staðið sig. Það eigi eflaust margt athyglisvert eftir að koma fram þegar rannsóknarskýrslan um bankahrunið líti dagsins ljós.

Sjá MBL sjónvarp.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert