Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingflokksformaður VG, skýrði frá því á stjórnarfundi bandalagsins í dag að hann óskaði eftir heimild stjórnar til að draga sig í hlé frá störfum fyrir BSRB fram yfir næstu alþingiskosningar þar sem hann er í þann veginn að taka sæti í ríkisstjórn sem ráðherra. Heimildir herma að Ögmundur muni taka við heilbrigðisráðuneytinu af Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem lætur af embætti er ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tekur við stjórnartaumunum.
Fyrsti varaformaður BSRB er Árni Stefán Jónsson og Elín Björg Jónsdóttir er annar varaformaður. Þau munu verða í forsvari fyrir BSRB í fjarveru Ögmundar.