Ríkisstjórnin kynnt í dag

Búist er við að ný ríkisstjórn verði kynnt á blaðamannafundi  í dag klukkan sex. Stjórnarmyndunarviðræður hófust aftur í morgun um tíu leytið. Japanskir ferðamenn höfðu stillt sér upp fyrir framan þinghúsið til að taka myndir. Ekki furða, stjórnarmyndun hér hefur vakið alþjóðlega athygli.  Rúðurnar á herberginu þar sem viðræðurnar fara fram bera  þess vitni að undanfarinn var óvenjulegur.

Steingrímur J. Sigfússon segir að nú verði ekki gefnar neinar frekari yfirlýsingar fyrr en málið sé frágengið. Létt var yfir ráðherrunum tilvonandi Össur Skarphéðinsson sagði að enginn færi út fyrr en málið væri í höfn, ef svo vildi til þá væri það vegna þess að viðkomandi hefði verið hent úr nyju ríkisstjórninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert