Ríkisstjórnin kynnt í dag

00:00
00:00

Bú­ist er við að ný rík­is­stjórn verði kynnt á blaðamanna­fundi  í dag klukk­an sex. Stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður hóf­ust aft­ur í morg­un um tíu leytið. Jap­ansk­ir ferðamenn höfðu stillt sér upp fyr­ir fram­an þing­húsið til að taka mynd­ir. Ekki furða, stjórn­ar­mynd­un hér hef­ur vakið alþjóðlega at­hygli.  Rúðurn­ar á her­berg­inu þar sem viðræðurn­ar fara fram bera  þess vitni að und­an­far­inn var óvenju­leg­ur.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son seg­ir að nú verði ekki gefn­ar nein­ar frek­ari yf­ir­lýs­ing­ar fyrr en málið sé frá­gengið. Létt var yfir ráðherr­un­um til­von­andi Össur Skarp­héðins­son sagði að eng­inn færi út fyrr en málið væri í höfn, ef svo vildi til þá væri það vegna þess að viðkom­andi hefði verið hent úr nyju rík­is­stjórn­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert