Framsókn ver nýja stjórn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

„Niðurstaðan er sú að þing­flokk­ur­inn fellst á að verja rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG van­trausti. Það ger­um við í trausti þess að þau skil­yrði sem við höf­um sett, verði upp­fyllt,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins þegar þing­flokks­fundi fram­sókn­ar lauk. 

Þing­flokk­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins sett­ist á fund að nýju í Alþing­is­hús­inu á sjötta tím­an­um eft­ir rúm­lega tveggja klukku­stunda hlé. Í millitíðinni gekk Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, ásamt Stein­grími J. Sig­fús­syni á fund Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur í Fé­lags-og Trygg­inga­málaráðuneyt­inu.

Eft­ir stutt­an fund þing­flokks fram­sókn­ar var kom­in niðurstaða í málið. Sig­mund­ur seg­ir eng­in ný skil­yrði hafa verið sett fram af þeirra há­flu.

„En eins og komið hef­ur fram þá vilj­um við sjá að menn hafi til þess raun­hæf­ar leiðir til þess að ná þeim skil­yrðum fram sem við höf­um sett. Það hef­ur ekki náðst að klára að vinna úr því, en þar sem að tím­inn er naum­ur og það ligg­ur á að koma hér á rík­is­stjórn, þá er samn­ing­ur um það að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir myndu þiggja okk­ar ráð, það er að segja að ráðgjaf­ar okk­ar og við mynd­um vinna með þeim í þessu áfram,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son.

Þá er sam­komu­lag um að kosið verði til Alþing­is laug­ar­dag­inn 25. apríl næst­kom­andi. Nú ligg­ur fyr­ir að tíma­setja fundi þing­flokka stjórn­ar­flokk­anna, fund flokks­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar og rík­is­ráðsfundi á Bessa­stöðum vegna frá­far­andi rík­is­stjórn­ar og þeirr­ar sem við tek­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert