„Farin út í frelsið“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er hætt í ríkisstjórn.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er hætt í ríkisstjórn. mbl.is/Ómar

„Jæja, farin út í frelsið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, þegar hún settist upp í bílinn að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag.

Það vakti jafnframt athygli viðstaddra að Steingrímur J. Sigfússon, nýr fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, kom til Bessastaða á meira en 30 ára gömlum Volvo-fólksbíl og sat sjálfur undir stýri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka