Ríkisstjórnin kveður

Ríkisráðsfundur með fráfarandi ríkisstjórn á Bessastöðum.
Ríkisráðsfundur með fráfarandi ríkisstjórn á Bessastöðum. mbl.is/Ómar

Síðasti ríkisráðsfundur með fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hófst á Bessastöðum nú kl. 17.00. Geir H. Haarde fráfarandi forsætisráðherra var fjarverandi. Hann fór til Amsterdam í Hollandi í dag og mun leggjast þar á sjúkrahús á morgun.

Í Hollandi mun Geir H. Haarde gangast undir aðgerð vegna krabbameins í vélinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert