Fylgja áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

mbl.is/Ómar

Verk­efna­áætl­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar ber með sér að gildi verði end­ur­reist í sam­fé­lag­inu og ný sam­fé­lags­leg gildi sett, að sögn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, verðandi for­sæt­is­ráðherra. Hún sagði að áhersla verði fyrst og fremst lögð á að koma at­vinnu­líf­inu aft­ur í gang og að slá skjald­borg um heim­il­in og tryggja bet­ur ör­ygg­is­netið í kring­um þau.

Ný rík­is­stjórn og verk­efna­listi henn­ar voru kynnt á blaðamanna­fundi sem hófst kl. 16.15 í Gyllta saln­um á Hót­el Borg. Katrín Jak­obs­dótt­ir og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son frá VG og Jó­hanna Sig­urðardótt­ir og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir frá Sam­fylk­ingu sátu við há­borðið. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir hóf fund­inn og sagði að það hafi verið mik­il­vægt að tryggja land­inu starf­hæfa rík­is­stjórn. Hún ætl­ar ekki að setj­ast í rík­is­stjórn að þessu sinni.

„Þessi rík­is­stjórn mun hafa að leiðarljósi fyrst og fremst ábyrga efna­hags­stjórn,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir. „Hún mun fyrst og fremst beina sér að brýn­um viðfangs­efn­um varðandi at­vinnu­lífið og heim­il­in í land­inu.“ 

Jó­hanna sagði að nýja rík­is­stjórn­in verði vinnu­söm því hún hafi skamm­an tíma og ætli sér að koma mörg­um brýn­um mál­um í gegn. „Brýn­um viðfangs­efn­um sem okk­ur í Sam­fylk­ing­unni tókst ekki að koma í höfn í sam­starfi við Sjálf­stæðis­flokk­inn,“ sagði Jó­hanna.

Þau verk­efni sem rík­is­stjórn­in legg­ur áherslu á og snúa að heim­il­un­um í land­inu munu sjá dags­ins ljós, von­andi strax í næstu viku að sögn Jó­hönnu. Hún nefndi m.a. er greiðsluaðlög­un fyr­ir heim­il­in sem sé mjög brýn. Einnig eru til­bún­ar hug­mynd­ir um breyt­ing­ar á gjaldþrota­lög­um. Jó­hanna kvaðst von­ast til að hvort tveggja yrði lagt fram í næstu viku.

Sam­komu­lag er milli stjórn­ar­flokk­ana um að leggja fljót­lega fram frum­varp um að fólk sem á í mikl­um greiðslu­erfiðleik­um geti tekið út hluta sér­eigna­sparnaðar síns.

Kynnt­ar voru aðgerðir fyr­ir at­vinnu­lífið í land­inu. Þar er meg­in­at­riði að fram­kvæmd­um verði beint í verk­efni sem eru þjóðhags­lega hag­kvæm og krefjast mik­ils vinnu­afls. Þar eru ýms­ar hug­mynd­ir til­bún­ar og sjá þær dags­ins ljós fljót­lega.

Leitað verður leiða til að efla fjár­fest­ingu inn­lendra og er­lendra aðila. Einnig vill ný rík­is­stjórn greiða úr vanda líf­væn­legra fyr­ir­tækja á grund­velli gegn­særra og alþjóðlega viður­kenndra reglna. Jó­hanna sagði mjög brýnt að verðmati á eign­um nýju bank­anna verði hraðað. Skoða þurfi hvort hægt sé að gera bráðabirgðaupp­gjör í bönk­un­um til að hægt sé að nýta hluta af þeim 385 millj­örðum króna sem frá­far­andi ákvað að veita til að styrkja banka­kerfið. Jó­hanna sagði að það gæti komið at­vinnu­líf­inu fyrr af stað en ella.

Jó­hanna sagði að að staðinn verði vörður um alþjóðlega samn­inga sem gerðir hafa verið varðandi Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn. „Það er grund­vall­ar­atriði að við vinn­um náið í sam­vinnu við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn og það mun þessi rík­is­stjórn standa vörð um,“ sagði Jó­hanna.

Jó­hanna sagði ný­mæli að lýðræðis­um­bót­um sem nýja rík­is­stjórn­in mun beita sér fyr­ir. Þótt skamm­ur tími sé til stefnu þá telji hún að all­ir mögu­leik­ar séu á að ná þeim fram. Þar má nefna sam­eign þjóðar­inn­ar á auðlind­un­um. Einnig er talað um rétt fólks til þjóðar­at­kvæðagreiðslu, einnig að auka lýðræði og jöfnuð.

Rætt er um að breyta aðferðum við breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni. Í stað þess að rjúfa verði þing og kjósa nýtt til að stjórn­ar­skrár­breyt­ing öðlist gildi er nú rætt um að all­ar stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar þurfi að fara til þjóðar­at­kvæðis­greiðslu. Einnig er rætt er um að stofna til stjórn­lagaþings. Frum­varp um það verði samþykkt fljót­lega. Rætt er um að stjórn­lagaþing fjalli um meðferð á full­veld­is­samn­ing­um, aðskilnað valdaþátta, þ.e. skýr­ari aðgrein­ingu valdaþátta rík­is­valds­ins, og end­ur­skoðun á mann­rétt­inda­ákvæðum.

Einnig er rætt um að kosn­inga­lög­um verði breytt og að opnað verði á per­sónu­kjör í kosn­ing­um til Alþing­is. Þá er í bý­gerð að und­ir­búa nýj­ar regl­ur um skip­an hæsta­rétt­ar- og héraðsdóm­ara. Einnig verði gerð breyt­ing á lög­um um ráðherra­ábyrgð. Sett­ar verði siðaregl­ur í Stjórn­ar­ráðinu og eft­ir­launa­lög­in verði af­num­in. Al­menn­ar regl­ur um líf­eyri­s­kjör op­in­berra starfsm­ana muni einnig gilda um alþing­is­menn og ráðherra. 

Jó­hanna sagði at­hygl­is­vert við þessa rík­is­stjórn að í fyrsta sinn sé jafn­ræði með kynj­un­um í rík­is­stjórn Íslands auk þess sem kona taki í fyrsta sinn við embætti for­sæt­is­ráðherra. 

mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert