Björg kaus að vinna að nýrri stjórnarskrá

Björg Thorarensen, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands
Björg Thorarensen, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands mbl.is/Golli

Leitað hefur verið til Bjargar Thorarensen, prófessors og deildarforseta lagadeildar Háskóla Íslands, að undirbúa stjórnarskrárbreytingar og skipulags stjórnarskrárþings. Þær heimildir Morgunblaðsins vill hún ekki staðfesta en telur þetta meðal brýnustu verkefna ríkisstjórnarinnar.

„Stjórnlagaþing er vænlegasta leiðin út úr þeirri stöðnun sem er í þróun stjórnarskrárinnar,“ segir Björg. Á þannig þingi sé hægt að ná sátt um grunnreglur þjóðfélagsins.

Björg segir núverandi stjórnarskrá byggða á þeirri dönsku, mjög óskýra og ógagnsæja. „Hún nefnir ekki þjóðina sem uppsprettu valdsins. Hún nefnir ekki lýðræði- eða þingræði. Hún nefnir ekki ríkisstjórn. Þeir sem ekki þekkja til skilja ekki hvernig þessi hugtök virka.“ Breytinga sé því þörf. „Stjórnarskráin á að vera skýrmæltari um grundvallarreglurnar. En hún á ekki að vera löng.“ Því þurfi mikla vinnu til að ná saman í henni grunnreglum í skýrum texta.

„Mitt meginfag hér í háskólanum er að vinna að rannsóknum á stjórnarskránum. Ég hefði ekki viljað útiloka mig frá því með því að velja ráðherrastólinn.“

Spurð um önnur ákvæði sem ný stjórnarskrá þyrfti að hafa nefnir hún verklagssreglur milli framkvæmdarvalds og þings. „Þar skortir á að þingið hafi meiri áhrif. Stjórnarskráin hefur ekki veitt nein úrræði við meirihlutaþingræðinu.“ Þá nefnir hún skýra þurfi stöðu og hlutverk forsetans og að bera eigi breytingar á stjórnarskránni undir þjóðina hverju sinni. Hún segir að sárlega vanti öll ákvæði um utanríkismál og áhrif alþjóðasamfélagsins á það íslenska og möguleika þingsins að hafa áhrif á þau. „Utanríkismál eru miklu stærri þáttur en var þegar stjórnarskráin var samþykkt 1944. Veita þarf utanríkismálanefnd stjórnskipulega stöðu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert