Meirihluti styður ríkisstjórnina

mbl.is/Eyþór

Sjálf­stæðis­flokk­ur fengi flest at­kvæði yrði kosið nú, sam­kvæmt skoðana­könn­un sem greint var frá í frétta­tíma Stöðvar 2 í kvöld. Fylgi stjórn­mála­flokk­anna er á fleygi­ferð sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar. Tæp 40% kjós­enda hafa ekki gert upp hug sinn til þess hvað þeir kjósa. 

Sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar fengi Fram­sókn­ar­flokk­ur 7% at­kvæða, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn 1%, Sam­fylk­ing­in 15%, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 15% og Vinstri hreyf­ing­in grænt fram­boð 13%. Eitt pró­sent kvaðst ætla að kjósa ann­an flokk. 

Sé ein­ung­is horft til þeirra sem tóku af­stöðu fengi Fram­sókn­ar­flokk­ur 14%, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn 2%, Sam­fylk­ing­in 28%, Sjálf­stæðis­flokk­ur 29%, Vinstri græn­ir 25% og önn­ur fram­boð 2%.

Spurt var um stuðning við rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna. 52% sögðust styðja rík­is­stjórn­ina en 26% studdu hana ekki, 18% voru óákveðin og 4% vildu ekki svara.

Skoðana­könn­un­in var gerð fyr­ir frétta­stofu Stöðvar 2 í gær. Hringt var í 800 ein­stak­linga á land­inu öllu og spurt hvaða flokk þeir myndu kjósa yrði kosið nú. Af­stöðu tóku 414 eða 52%, 38% voru óákveðnir, 6% ætluðu ekki að kjósa eða skila auðu og 4% vildu ekki svara. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert