Vilja í forystu Frjálslynda flokksins

Guðrún María Óskarsdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir, bjóða sig fram sem formaður og varaformaður Frjálslynda flokksins á landsþingi í mars. Þær segja mikilvægt að konur fái að sanna sig í starfi og berjast fyrir auknum réttindum aldraðra. Þær segja mikla vinnu fram undan og vilja leggja sitt af mörkum til að fá spillingu burt og leggja mikla áherslu á þjóðfélag réttlætis og jafnréttis.

Guðrún María Óskarsdóttir er skólaliði og aðstoðarmaður Grétars Mar Jónssonar þingmanns. Guðrún María situr í stjórn Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, er formaður kjördæmafélags Suðvesturkjördæmis og ritari Frjálslynda flokksins í Hafnarfirði.

Ásgerður Jóna Flosadóttir er stjórnmálafræðingur og formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Ásgerður Jóna á sæti í miðstjórn Frjálslynda flokksins og er formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum.

Þær segjast í yfirlýsingu vera valkostur fyrir flokksmenn til umbreytinga og nýrrar sóknar þar sem Frjálslyndi flokkurinn hafi í sinni stefnumótun allt það sem þarf til að byggja nýtt Ísland.

Frá síðasta flokksþingi Frjálslynda flokksins í janúar 2007.
Frá síðasta flokksþingi Frjálslynda flokksins í janúar 2007.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert