Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að fjárframlög til stjórnmálaflokka verði lækkuð um 10% á þessu ári.
Frumvarp Kristins er um fjáraukalög. Samkvæmt því lækka framlög til stjórnmálasamtaka um 37,2 milljónir og verður 334,3 milljónir.
Í greinargerð segir, að við þær aðstæður, sem nú eru uppi í íslensku þjóðfélagi sé nauðsynlegt að stjórnmálaflokkarnir lækki fjárframlög úr ríkissjóði til starfsemi sinnar.