Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
Sturla Böðvarsson tilkynnir á fundi með kjördæmaráði á laugardaginn hvort hann hyggst gefa kost á sér áfram til næstu alþingiskosninga. Hann var ekki tilbúinn að láta það uppi nú.
„Það eru vandasamir tímar framundan og það skiptir miklu máli að öflugt lið gangi til þings að kosningum loknum.“
Sturla vék úr stóli þingforseta í gær fyrir Guðbjarti Hannessyni, þingmanni Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Guðbjartur fékk 35 atkvæði og Sturla 25 í kjöri um stólinn. Einn skilaði auðu.