Pólitískar hreinsanir og ofsóknir

Kjartan Gunnarsson.
Kjartan Gunnarsson. mbl.is/Ómar

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja ríkisstjórn harðlega í grein í Morgunblaðinu í dag, og segir hana virðast ætla, með sitt takmarkaða umboð, að stofna til pólitískra hreinsana og ofsókna gegn einstaklingum, ef þeir eru ekki í réttum flokki að hennar mati.

„Í stjórnmálaumræðum tuttugustu aldarinnar hafði hugtakið „hreinsanir“ ávallt skýra og afmarkaða merkingu sem enginn heiðvirður maður vill láta kenna sig við. Nú virðist sem þessi minnihlutastjórn ætli með sitt takmarkaða umboð að stofna til pólitískra hreinsana og ofsókna gegn einstaklingum, ef þeir eru ekki í réttum flokki að hennar mati. Á viðsjárverðum tímum ætlar hún að rjúfa griðin í þjóðfélaginu. Jafnframt ætlar hún á nokkrum vikum að gerbreyta skipan peningamála og bylta stjórnarskránni og dómstólaskipaninni! Þetta er ekki rétta ráðið til að afla trausts, hvorki hér á landi né erlendis. Aðgerðir Jóhönnu bera ógeðfelldan blæ heiftar og hefnda. Öllu sómakæru fólki hlýtur að ofbjóða," segir Kjartan og bætir við, að hann eigi  sérstaklega erfitt með að trúa því, að framsóknarmenn muni standa að þessum fáheyrðu ofsóknum og valdníðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert