Prófkjör um miðjan mars

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde mbl.is/Golli

Á fundi  í Verði – Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sem haldinn var í morgun var einróma samþykkt að viðhaft skuli sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum vegna uppröðunar á lista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningarnar vorið 2009 og að það fari fram dagana 13. og 14. mars nk.

Þátttaka í prófkjöri er heimil öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í kjördæminu sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörs­dagana. Þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarrétt í kjördæminu við kosningarnar og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar, að því er segir í tilkynningu. Síðar í dag munu sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi taka ákvörðun um hvort prófkjör fara fram í þeim kjördæmum fyrir kosningarnar í vor.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka