Prófkjör um miðjan mars

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde mbl.is/Golli

Á fundi  í Verði – Full­trúaráði sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík sem hald­inn var í morg­un var ein­róma samþykkt að viðhaft skuli sam­eig­in­legt próf­kjör í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um vegna upp­röðunar á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins við alþing­is­kosn­ing­arn­ar vorið 2009 og að það fari fram dag­ana 13. og 14. mars nk.

Þátt­taka í próf­kjöri er heim­il öll­um full­gild­um meðlim­um sjálf­stæðis­fé­lag­anna í kjör­dæm­inu sem þar eru bú­sett­ir og náð hafa 16 ára aldri próf­kjörs­dag­ana. Þeim stuðnings­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem eiga munu kosn­ing­ar­rétt í kjör­dæm­inu við kosn­ing­arn­ar og und­ir­ritað hafa inn­töku­beiðni í sjálf­stæðis­fé­lag í kjör­dæm­inu fyr­ir lok kjör­fund­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. Síðar í dag munu sjálf­stæðis­menn í Suður­kjör­dæmi og Norðvest­ur­kjör­dæmi taka ákvörðun um hvort próf­kjör fara fram í þeim kjör­dæm­um fyr­ir kosn­ing­arn­ar í vor.

Geir H. Haar­de, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur ákveðið að gefa ekki kost á sér í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert