Þórlindur óskar eftir 4. sæti

Þórlindur Kjartansson
Þórlindur Kjartansson

Þórlind­ur Kjart­ans­son, formaður Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna, gef­ur kost á sér í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í  Reykja­vík. Hann ósk­ar eft­ir stuðningi í 4. sæti í próf­kjör­inu. Eft­ir­far­andi er til­kynn­ing frá fram­boði hans:Þórlind­ur er 32 ára gam­all og hef­ur lokið BA námi í hag­fræði frá Há­skóla Íslands. Hann var kjör­inn formaður SUS haustið 2007 á þingi sam­bands­ins á Seyðis­firði. Þar hlaut hann stuðning yfir 90% þing­gesta.

Hann legg­ur áherslu á að til þess að Ísland stand­ist sam­keppni á alþjóðavísu þurfi að tryggja að landið sé bæði opið og frjálst.

Skyn­sam­leg nýt­ing auðlinda, góð mennt­un og frum­kvöðlahvetj­andi um­hverfi eru traust­ur grunn­ur und­ir end­ur­reisn í ís­lensku at­hafna­lífi. Séu þessi grund­vall­ar­atriði tryggð munu Íslend­ing­ar koma í veg fyr­ir að mik­ill fjöldi fólks hverfi úr landi, því hér verða for­send­ur góðar fyr­ir skjót­an bata efna­hags­lífs­ins.

Þórlind­ur hef­ur verið talsmaður breyt­inga í gjald­eyr­is­mál­um.
Mik­il­væg­asta hlut­verk Sjálf­stæðis­flokks­ins nú, að mati Þórlinds, er að halda uppi vörn­um fyr­ir frjálst at­hafna­líf og ein­stak­lings­frelsið í sem víðust­um skiln­ingi. Breytt­ar aðstæður kalla á end­ur­skoðun ým­issa þátta í grunn­gerð sam­fé­lags­ins, einkum fjár­málaþjón­ust­unn­ar. Traust á ein­stak­ling­inn, sköp­un­ar­kraft hans og atorku, er þó enn sem fyrr far­sæl­asta leiðin til þess að skapa verðmæti og auka lífs­gæði.

Þórlind­ur er fædd­ur og upp­al­inn í Vest­manna­eyj­um. Hann var Inspector Scholae í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, var formaður og odd­viti Vöku, fé­lags lýðræðissinnaðra stúd­enta, í Há­skóla Íslands og rit­stjóri vef­rits­ins Deigl­an.com. Hann hef­ur skrifað hundruð greina um þjóðmál. Í mennta­skóla skrifaði hann í fé­lagi við Eggert Þór Aðal­steins­son met­sölu­bæk­ur um íþrótt­ir.

Hann hef­ur verið sjálf­stæður at­vinnu­rek­andi, starfað sem blaðamaður, verið ráðgjafi ráðherra og starfaði við markaðsmál og viðskiptaþróun í Lands­bank­an­um. Hann hóf meist­ara­nám í lög­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík sl. haust.

Þórlind­ur er son­ur hjón­anna sr. Kjart­ans Arn­ar Sig­ur­björns­son­ar og Katrín­ar Þórlinds­dótt­ur. Hann er kvænt­ur Ing­unni H. Hauks­dótt­ur end­ur­skoðanda og sam­an eiga þau son­inn Ant­on Hauk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert