Þorgerður Katrín ekki í formannskjör

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Ómar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að bjóða sig fram í embætti formanns á landsfundi flokksins í lok mars. Þetta kemur fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Þorgerður Katrín sækist hins vegar eftir endurkjöri sem varaformaður.

Bjarni Benediktsson, alþingismaður, hefur lýst því yfir að hann bjóði sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins en Geir H. Haarde sækist ekki eftir endurkjöri.

Fundur verður í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í kvöld. Búist er við því að Þorgerður tjái sig um þessa ákvörðun sína á þeim fundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert