Býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi

Örvar Marteinsson
Örvar Marteinsson

Örvar Marteinsson  gefur kost á sér í 3. – 5. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í NV – kjördæmi í komandi prófkjöri. Örvar er 33ja ára gamall, fæddur og uppalinn í kjördæminu og á heima í Snæfellsbæ.

Hann hefur verið sjómaður mestan hluta ævinnar og stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

„Síðustu árin hef ég öðlast töluverða reynslu af samfélagsmálum, meðal annars sem formaður atvinnu og ferðamálanefndar Snæfellsbæjar, sem formaður skólanefndar Snæfellsbæjar og sem formaður Héraðsnefndar Snæfellinga. Einnig hef ég unnið mikið á vegum Sjálfstæðisflokksins og sit meðal annars í miðstjórn flokksins sem fulltrúi af Landsfundi og er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Snæfellsbæ," samkvæmt tilkynningu frá Örvari.

„Auka verður gagnsæi og siðferði bæði í efnahagslífinu og í stjórnmálum.

Sjálfstæðisflokkurinn á að vera í broddi fylkingar hvað varðar óaðfinnanleg og öguð vinnubrögð í opinberum málum og meðferð á opinberu fé. Hreint mannorð verður að vera einkunnarorð okkar," samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert