Býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi

Örvar Marteinsson
Örvar Marteinsson

Örvar Marteins­son  gef­ur kost á sér í 3. – 5. sæti fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins í NV – kjör­dæmi í kom­andi próf­kjöri. Örvar er 33ja ára gam­all, fædd­ur og upp­al­inn í kjör­dæm­inu og á heima í Snæ­fells­bæ.

Hann hef­ur verið sjó­maður mest­an hluta æv­inn­ar og stund­ar nám í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands.

„Síðustu árin hef ég öðlast tölu­verða reynslu af sam­fé­lags­mál­um, meðal ann­ars sem formaður at­vinnu og ferðamála­nefnd­ar Snæ­fells­bæj­ar, sem formaður skóla­nefnd­ar Snæ­fells­bæj­ar og sem formaður Héraðsnefnd­ar Snæ­fell­inga. Einnig hef ég unnið mikið á veg­um Sjálf­stæðis­flokks­ins og sit meðal ann­ars í miðstjórn flokks­ins sem full­trúi af Lands­fundi og er formaður full­trúaráðs Sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Snæ­fells­bæ," sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Örvari.

„Auka verður gagn­sæi og siðferði bæði í efna­hags­líf­inu og í stjórn­mál­um.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á að vera í broddi fylk­ing­ar hvað varðar óaðfinn­an­leg og öguð vinnu­brögð í op­in­ber­um mál­um og meðferð á op­in­beru fé. Hreint mann­orð verður að vera ein­kunn­ar­orð okk­ar," sam­kvæmt til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert