Vill í forystusveit í Suðurkjördæmi

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, dýra­lækn­ir, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér til for­ystu á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins Í Suður­kjör­dæmi. Sig­urður Ingi hef­ur lengi tekið virk­an þátt í starfi Fram­sókn­ar­flokks­ins. Jafn­framt hef­ur hann setið í sveit­ar­stjórn Hruna­manna­hrepps í 15 ár í vor, þar af sjö ár sem odd­viti og 4 ár sem vara­odd­viti.

Sig­urður Ingi hef­ur mikla reynslu af sveit­ar­stjórn­ar­mál­um og tek­ur virk­an þátt í  póli­tísku starfi sveit­ar­fé­laga á Suður­landi með setu í ýms­um stjórn­um og nefnd­um.

Sig­urður seg­ist í til­kynn­ingu, hafa óbilandi trú á gild­um Fram­sókn­ar­flokks­ins og hann vilji leggja sitt af mörk­um í því mikla upp­bygg­ing­ar­starfi sem framund­an er á Íslandi. Það starf krefj­ist óeig­ingirni, heiðarleika, dugnaðar og skyn­semi.  Með fram­boði sínu seg­ist Sig­urður Ingi leggja í það starf, fram krafta sína, reynslu og þekk­ingu á stjórn­mál­um.

Sig­urður Ingi er dýra­lækn­ir og einn af eig­end­um og starfs­mönn­um Dýra­læknaþjón­ustu Suður­lands. Hann  býr í Syðra – Lang­holti, Hruna­manna­hreppi, fædd­ur og upp­al­inn Árnes­ing­ur. Sam­býl­is­kona hans er Elsa Ingj­alds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri,  og eiga þau sam­tal 5 börn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert