Dofri býður sig fram hjá Samfylkingunni

Dofri Hermannsson
Dofri Hermannsson

Dofri Hermannsson býður sig fram í 5.-6. sæti í Reykjavík fyrir Samfylkinguna í komandi Alþingiskosningum.

„Mikið hefur verið rætt um þörf á endurnýjun á Alþingi eftir bankahrunið og með framboði mínu vil ég leggja mitt af mörkum til að svo megi verða.

Ég hef undanfarin ár beitt mér fyrir umhverfisvernd og nýsköpun í atvinnumálum með áherslu á hátækni- og sprotafyrirtæki, ferðaþjónustu, menningar- og listastarf.

Á vettvangi borgarmála hef ég talað fyrir nýrri hugsun í samgöngum borgarinnar. Að auðvelda umferð gangandi og hjólandi í styttri ferðum og gera strætó að raunhæfum valkosti við bílinn í stað þess að reisa tröllauknar slaufur og láta hraðbrautir skera í sundur gróin hverfi. Með því má auka hagkvæmni í samgöngum og stuðla að auknum lífsgæðum í hverfum borgarinnar," samkvæmt tilkynningu frá Dofra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert