Einar Skúlason, býður sig fram í fyrsta sæti Reykjavík Suður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í komandi kosningum til Alþingis.
Einar er 37 ára gamall, þriggja barna faðir, með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Edinborg. Einar óf störf um áramótin sem skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins >og mun taka sér launalaust leyfi frá þeim störfum frá og með deginum í dag, þangað til í ljós kemur hvernig efstu sæti listans verða skipuð, samkvæmt tilkynningu.
„Ég starfaði áður sem framkvæmdastjóri Alþjóðahússins um fimm og hálfs árs skeið. Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í 13 ár og sinnt margs konar trúnaðarstörfum, var m.a. formaður Sambands ungra framsóknarmanna í þrjú ár. Þá sat ég í Stúdentaráði H.Í. fyrir Röskvu og var framkvæmdastjóri ráðsins 1996-97."