Áhugi á lengra samstarfi stjórnarflokkanna

Katrín Jakbosdóttir.
Katrín Jakbosdóttir. mbl.is/Kristinn

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, telur að áhugi sé fyrir því bæði hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir næstu kosningar.

„Hér hefur einn flokkur verið ráðandi í átján ár og öllum þjóðfélögum er hollt að taka breytingum. Þessi ríkisstjórn hefur góðar hugmyndir um hvernig má endurreisa samfélagið og vill vinna áfram að því,“ segir Katrín við Morgunblaðið í dag.

Spurð hvort hún telji að stjórnarsamstarf Samfylkingar og VG geti þokað Evrópumálum eitthvað áleiðis segir Katrín: „Vinstri græn eru sá stjórnmálaflokkur sem hefur verið harðasti andstæðingur Evrópusambandsaðildar meðan Samfylkingin styður eindregið aðild. Þarna þurfa flokkarnir að ná sameiginlegri lendingu ef samstarf þeirra heldur áfram eftir kosningar.“ Að mati Katrínar felst helsti gallinn á aðild í því að minni þjóðir séu á jaðrinum en stóru þjóðirnar hafi mest áhrif.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert