Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, lýsti því yfir á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur, sem er eitt aðildarfélaga Samfylkingarinnar, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar ætti að víkja úr formannssætinu.
Með því axlaði hún sína ábyrgð á bankahruninu. Jón lagði jafnframt til að Jóhanna Sigurðardóttir tæki við formannsstöðunni. Gengi þetta ekki eftir, sagðist Jón sjálfur vera reiðubúinn til að taka við formennskunni í Samfylkingunni. Fréttastofa RÚV greindi frá þessu.