Leið til að opna flokkinn

Framsóknarmenn í Reykjavík ætla að láta forvalsnefnd ræða við fólk …
Framsóknarmenn í Reykjavík ætla að láta forvalsnefnd ræða við fólk innan flokks og utan. Árni Sæberg

Kjör­dæma­sam­band Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík samþykkti á fundi sín­um í dag að skipa sér­staka for­vals­nefnd sem fær það hlut­verk að ræða við fólk inn­an flokks sem utan um sæti á lista flokks­ins fyr­ir næstu kosn­ing­ar.  „Þetta er í anda þess sem að formaður­inn hef­ur verið að tala um og er hugsað til þess að opna flokk­inn,“ seg­ir Matth­ías Ims­land  formaður kjör­dæma­sam­bands Fram­sókn­ar­manna í  Reykja­vík.  

For­vals­nefnd­in muni leggja fram þessi nýju nöfn á kjör­dæmaþingi sem boðað er til 28. fe­brú­ar nk. er kosið verður á lista og er fólk því hvatt til þess að bjóða sig fram, enda megi vel kjósa gegn þeim lista sem for­vals­nefnd­in geri til­lögu um.

„Fólk er hvatt til þess að bjóða sig fram. Þetta er ein­göngu gert til að tryggja nýliðun,“ seg­ir Matth­ías. „Maður hef­ur heyrt það á for­mann­in­um að fólk, m.a. í at­vinnu­líf­inu, hef­ur verið að ræða við hann og lýst yfir áhuga en hætt­ir sér kannski ekki út í hefðbundið próf­kjör.“

For­vals­nefnd­ina skipa Matth­ías Ims­land, Þuríður Jóns­dótt­ir, Jó­hanna Hreiðars­dótt­ir, Guðmund­ur Gísla­son og Sig­fús Ægir Árna­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka