Gagnrýna flokksforystuna

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

Það virðist sem forysta Frjálslynda fokksins skorti áhuga á að stækka flokkinn, efla innra starf flokksins og hleypa nýju fólki að.


Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Guðrún María Óskarsdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir, annars vegar stjórnarmaður og hins vegar formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, hafa sent til Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins.


Þar segir einnig: „Það liggur ljóst fyrir að flokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin misseri. Fjölmiðlar eiga það til að hunsa forystumenn flokksins og margt það sem frá flokknum kemur með þeim afleiðingum að málefni flokksins ná ekki til fólksins í landinu.


Tveir flokksfélagar,undirritaðar, hafa ákveðið að bjóða sig fram til formanns og varaformanns á komandi landsþingi flokksins. Hvernig bregst forystan við nýju framboðunum? Jú, hún ákveður að flýja til fjalla með þingið.


Það þarf ekki flokksmenn til að sjá að hér er verið að hindra endurnýjun á forystu flokksins. Landsþing í Stykkishólmi á kosningaári, þýðir minni aðsókn, og minni athygli. Allt virðist helst miðast við að engin endurnýjun verði og sömu menn haldi um valdataumana í flokknum, hvað sem það kostar. Hvað veldur ?

Ósk um póstkosningu meðal flokksmanna um kjör í embætti flokksins fékk dræmar undirtektir en sú ósk var sett fram í ljósi þess að fjöldi félaga í flokknum hafði látið í ljósi andstöðu sína við staðsetningu þingsins. Hvað veldur Guðjón Arnar að engin í forystunni sér né hlustar á kall flokksmanna um breytingar? Þýðir eitthvað að safna undirskriftum Guðjón Arnar ? Við viljum sjá Frjálslynda flokkinn opinn og lýðræðislegan  þar sem hver getur nýtt sinn lýðræðislega rétt sem flokksmaður í stjórnmálaflokki.  Guðjón Arnar, hver er þín sýn á hið nýja Ísland?“


Guðjón Arnar Kristjánsson
Guðjón Arnar Kristjánsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka