Gagnrýna flokksforystuna

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

Það virðist sem for­ysta Frjáls­lynda fokks­ins skorti áhuga á að stækka flokk­inn, efla innra starf flokks­ins og hleypa nýju fólki að.


Þetta kem­ur fram í opnu bréfi sem Guðrún María Óskars­dótt­ir og Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, ann­ars veg­ar stjórn­ar­maður og hins veg­ar formaður Lands­sam­bands kvenna í Frjáls­lynda flokkn­um, hafa sent til Guðjóns Arn­ars Kristjáns­son­ar, for­manns Frjáls­lynda flokks­ins.


Þar seg­ir einnig: „Það ligg­ur ljóst fyr­ir að flokk­ur­inn hef­ur átt erfitt upp­drátt­ar und­an­far­in miss­eri. Fjöl­miðlar eiga það til að hunsa for­ystu­menn flokks­ins og margt það sem frá flokkn­um kem­ur með þeim af­leiðing­um að mál­efni flokks­ins ná ekki til fólks­ins í land­inu.


Tveir flokks­fé­lag­ar,und­ir­ritaðar, hafa ákveðið að bjóða sig fram til for­manns og vara­for­manns á kom­andi landsþingi flokks­ins. Hvernig bregst for­yst­an við nýju fram­boðunum? Jú, hún ákveður að flýja til fjalla með þingið.


Það þarf ekki flokks­menn til að sjá að hér er verið að hindra end­ur­nýj­un á for­ystu flokks­ins. Landsþing í Stykk­is­hólmi á kosn­inga­ári, þýðir minni aðsókn, og minni at­hygli. Allt virðist helst miðast við að eng­in end­ur­nýj­un verði og sömu menn haldi um valdataum­ana í flokkn­um, hvað sem það kost­ar. Hvað veld­ur ?

Ósk um póst­kosn­ingu meðal flokks­manna um kjör í embætti flokks­ins fékk dræm­ar und­ir­tekt­ir en sú ósk var sett fram í ljósi þess að fjöldi fé­laga í flokkn­um hafði látið í ljósi and­stöðu sína við staðsetn­ingu þings­ins. Hvað veld­ur Guðjón Arn­ar að eng­in í for­yst­unni sér né hlust­ar á kall flokks­manna um breyt­ing­ar? Þýðir eitt­hvað að safna und­ir­skrift­um Guðjón Arn­ar ? Við vilj­um sjá Frjáls­lynda flokk­inn op­inn og lýðræðis­leg­an  þar sem hver get­ur nýtt sinn lýðræðis­lega rétt sem flokksmaður í stjórn­mála­flokki.  Guðjón Arn­ar, hver er þín sýn á hið nýja Ísland?“


Guðjón Arnar Kristjánsson
Guðjón Arn­ar Kristjáns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert