Á kosningavef mbl.is, sem nú hefur verið opnaður, er meðal annars hægt að fylgjast með beinum útsendingum frá Alþingi. Nægir að smella á borða hægra megin á vefnum til að virkja útsendinguna. Hægt er að skoða kosningavefinn með því að smella á hnappinn Kosningar 2009 á forsíðu mbl.is í vinstra dálki. Einnig er hægt að slá inn slóðina mbl.is/kosningar
Þá hefur verið settur upp kosningarenningur á forsíðu mbl.is. Þar er hægt að skoða beinar útsendingar og myndasyrpur, lesa fréttaskýsingar ásamt því að fá yfirlit yfir helstu fréttir á kosningavefnum. Þar er einnig hægt að fyrirsagnir bloggfærslna sem snúast um stjórnmál.