Dregur framboð sitt til baka vegna kynjakvóta

Ragnar Thorarensen
Ragnar Thorarensen

„Það er að mínu mati ekki lýðræðis­legt að gefa ekki kjós­end­um full­an rétt til að kjósa þá sem þeir vilja í til­tek­in sæti,“ seg­ir Ragn­ar Thor­ar­en­sen, sam­fylk­ing­armaður sem er hætt­ur við að taka þátt í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi. Ragn­ar hafði gefið kost á sér í 3. sætið hjá Sam­fylk­ing­unni í NA-kjör­dæmi fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar.

Í yf­ir­lýs­ingu sem Ragn­ar sendi frá sér seg­ir að hann hafi alla tíð verið jafn­rétt­issinnaður. Spurn­ing­in sé hvernig menn nálg­ist jafn­rétti.

„Í gær á kjör­dæm­isþingi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi felldu menn eðli­lega þá til­lögu að tvö efstu sæti á fram­boðslista Sam­fylk­ing­ar yrðu skipuð konu og karli. Eft­ir tveim­ur efstu sæt­un­um sækj­ast þrír karl­menn. Þótt það sé afar mik­il­vægt að kon­ur taki meira virk­an þátt í póli­tík þá verður það að vera á jöfn­um og lýðræðis­leg­um for­send­um. Það er að mínu mati ekki lýðræðis­legt að gefa ekki kjós­end­um full­an rétt til að kjósa þá sem þeir vilja í til­tek­in sæti. Eft­ir að til­lag­an hafði verið felld gengu kon­urn­ar út af fund­in­um en sneru aft­ur þegar búið var að gera sára­bæt­ur sem fólust í því að þær fái þá þriðja sætið ör­ugg­lega og e.t.v. það fjórða. Sem sagt, ný til­laga gekk út á það að hvort kyn mætti ekki skipa nema tvö sæti í röð á list­an­um. Þetta túlka sum­ir sem jafn­rétti og lýðræði. Und­ir­ritaður ætlaði að gefa kost á sér í 3ja sætið en úr því að þess­ar regl­ur hafa verið samþykkt­ar þá sér hann eng­an til­gang með því og dreg­ur því fram­boð sitt til­baka,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Ragn­ars Thor­ar­en­sen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert