Sjálfstæðisflokkurinn boðar aðhald

Geir H. Haarde á fundi í Valhöll.
Geir H. Haarde á fundi í Valhöll. mbl.is/Golli

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur ákveðið að beina þeim til­mæl­um til framjóðanda í próf­kjör­um Sjálf­stæðiflokks­in að sýna hóf­semi og aðhald í kosn­inga­bar­átt­unni sem senn fer í hönd. Ákveðið hef­ur verið að miða við að þakið verði þre­falt lægra en leyfi­legt há­mark er í fjöl­menn­asta kjör­dæm­inu sam­kvæmt lög­un­um.

Kjör­dæm­is­ráð Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa í öll­um kjör­dæm­um ákveðið að fram fari próf­kjör til að ákv­arða upp­still­ingu á fram­boðslist­um flokks­ins í kom­andi kosn­ing­um. Próf­kjör­in fara fram 14. mars nk., en í Reykja­vík verður einnig hægt að kjósa þann 13. mars og í Norðvest­ur­kjör­dæmi fer fram próf­kjör 21. mars.

Með lög­um um fjár­mál stjórn­mála­flokka og sam­taka, sem sett voru árið 2006, er fram­bjóðend­um í próf­kjöri sett­ar ákveðnar tak­mark­an­ir hvað varðar fjár­út­lát í tengsl­um við próf­kjörs­bar­áttu. Lög­in gera ráð fyr­ir að há­marks­próf­kjörs­kostnaður fram­bjóðenda sé mis­mun­andi eft­ir fólks­fjölda í kjör­dæm­um og er hann nú u.þ.b. 4 - 8 millj­ón­ir fyr­ir hvern fram­bjóðanda í kosn­inga­bar­áttu eft­ir kjör­dæm­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka