Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að beina þeim tilmælum til framjóðanda í prófkjörum Sjálfstæðiflokksin að sýna hófsemi og aðhald í kosningabaráttunni sem senn fer í hönd. Ákveðið hefur verið að miða við að þakið verði þrefalt lægra en leyfilegt hámark er í fjölmennasta kjördæminu samkvæmt lögunum.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins hafa í öllum kjördæmum ákveðið að fram fari prófkjör til að ákvarða uppstillingu á framboðslistum flokksins í komandi kosningum. Prófkjörin fara fram 14. mars nk., en í Reykjavík verður einnig hægt að kjósa þann 13. mars og í Norðvesturkjördæmi fer fram prófkjör 21. mars.
Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka og samtaka, sem sett voru árið 2006, er frambjóðendum í prófkjöri settar ákveðnar takmarkanir hvað varðar fjárútlát í tengslum við prófkjörsbaráttu. Lögin gera ráð fyrir að hámarksprófkjörskostnaður frambjóðenda sé mismunandi eftir fólksfjölda í kjördæmum og er hann nú u.þ.b. 4 - 8 milljónir fyrir hvern frambjóðanda í kosningabaráttu eftir kjördæmum, að því er segir í tilkynningu.