Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka ekki þátt í prófkjöri

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, þeir Elliði Vignisson, bæjarstjóri, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson og Gunnlaugur Grettisson ætla ekki að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en eins og segir í tilkynningu frá þeim þá hafa þeir allir verið orðaðir við framboð.

Segja bæjarfulltrúarnir að eins og ætíð séu margir orðaðir við prófkjörsframboð enda rík krafa um endurnýjun í kjördæminu. 

Segjast þau hafa fundið fyrir miklum stuðningi víðsvegar úr kjördæminu, eftir að ákvörðun var tekin um prófkjör á Suðurlandi en jafnframt hvatningu íbúa í Vestmannaeyjum um að halda áfram þeim störfum sem unnin hafi verið á kjörtímabilinu.  

„Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum því tekið sameiginlega ákvörðun um að rjúfa ekki þá samstöðu sem verið hefur um störf bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Það hefur aldrei þótt hyggilegt að skipta um klár í miðri á og þá sérstaklega ekki þegar áin er straumþung og erfið viðureignar. Við undirrituð fengum traust bæjarbúa til að ljá bæjarfélaginu starfskrafta okkar í fjögur ár og fyrir það erum við þakklát. Við teljum því ekki rétt að hverfa frá störfum á okkar fyrsta kjörtímabili," segir í tilkynningu bæjarfulltrúanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert